Charlie nikótínfíkill

charlie.jpgSimpansinn Charlie reykir sígarettur og finnst það gott enda orðinn háður þeim. Ég velti því reyndar fyrir mér, hver gefur honum eld?

Annars þegar ég sá myndir af Charlie þá hló ég mikið og lengi. Það er nefnilega svo apalegt að reykja yfir höfuð. Legg til að Charlie verði notaður í næstu áróðursherferð gegn reykingjum. Hann er flottur.

Flytjum sígarettusöluna í ÁTVR og hækkum verðið til að mæta kostnaði samfélagsins af reykingum. Ég sé ekki afhverju reyklausir eiga að borga undir fólk sem vill stunda þessi dýrlegu fjöldasjálfsmorð.

Eitt andsvar við “Charlie nikótínfíkill”

  1. Birgir Baldursson

    Sammála. Og ef ég einhverntíma fæ krabbamein af þessum andskota ætla ég að afþakka meðferð, nema ég geti borgað hana að öllu leyti sjálfur (fatt tjans).