Yfirlýsing

Hér með kunngjöri ég þá ákvörðun mína að þann 17. ágúst næstkomandi mun ég hefja nám við Háskólann í Skövde, sem staðsettur er í Svíþjóð. Heimskt er heimaalið barn, segir málshátturinn og því til að losa um þessa heimsku sé ég mig knúinn til þess að yfirgefa Ísland og halda á vit ævintýranna í Volvo-landi.

Það verður því að bíða um sinn að ég selji sálu mína vondum líftæknifyrirtækjum og þess háttar arðræningjum.

Um jólin 2006 og eftir það mun ég því geta titlað mig M.Sc. ef allt fer samkvæmt áætlun. Þá verður nú gaman.

13 andsvör við “Yfirlýsing”

 1. Auður Lilja

  víj! til hamingju

  Þá getum við verið leiðinlega fulla pakkið sem röflar saman á sænsku eftir ár eða svo. Ég, þú og Silja ;)

 2. silja

  Yeah!

 3. Birgir Baldursson

  Flott, til hamingju!

 4. Óli

  Þannig að ég sé þig ekkert í Slippnum uppá skaga?

  Líst vel á þig! ;)

 5. Sverrir Aðalsteinn

  Kúl

 6. Lalli

  Já það verður nú gaman að röfla á sænsku í framtíðinni. Reyndar er námið allt á sænsku þannig að ég veit ekki hversu djúp kunnáttan verður :þ

  Slippurinn er eðal-vinnustaður en ég held að ég gæti fundið mér eitthvað meira við mitt hæfi. Þrátt fyrir að það sé að sjálfsögðu gríðarlega karlmannlegt að kunna að sjóða, að ég tali ekki um að brenna í sundur málm :þ

 7. Davíð

  Til hamingju Láll Við munum líklega fá titilinn M.Sc. á svipuðum tíma. Þá er stefnan að sjálfsögðu tekin á Ph.d.

 8. Lalli

  Jamm, og svo góða Postdoc stöðu. Þá erum við farnir að dansa.

 9. Vésteinn

  Skövde er hinn huggulegasti bær. Systir mín býr einmitt þar.

 10. Davíð

  Það telst víst nauðsynlegur grunnur út í atvinnulífið að fá sér svona post-doc.

 11. Lalli

  Svo hefur maður heyrt, það er reyndar alltaf eitthvað svoleiðis í boði í sameindalíffræði, vona bara að það eigi eftir að aukast.

 12. Sverrir

  Ekki er til kynþokkafyllra tungumál en sænska, nema ef vera kynni franska.

  Þú ert heppinn að fá að vera í Svíþjóð um hríð.

  Þú verður að vísu ekki í neinni deiglu mannlegra samskipta, Skövde er ansi langt frá öllum stöðum sem skipta máli í Svíþjóð.

 13. Lalli

  Uss, það er bara ágætt að fá að búa á friðsælum stað. Þá lærir maður kannski meira í stað þess að stunda einhverja vitleysu.