Afríkublogg

Ég er ekki frá því að magnaðasta íslenska bloggsíðan sé sú sem Skagamaðurinn Sigga Víðis heldur úti. Núna er hún t.d. í svörtustu Afríku á einhverju flakki, í Úganda. Á sama tíma vekur hún athygli manna á ástandinu í Afríku, og hversu lítið þarf til að gera líf fólks bærilegra þar syðra. Mér finnst þetta allt saman til fyrirmyndar.

Þetta er eitthvað sem mig langar til að gera, ferðast aðeins um heiminn á eigin vegum. Þessar hugsanir ágerast alltaf þegar prófatörnin stendur yfir og maður er að farast úr leiðindum og viðbjóði.

Hver vill koma með mér til Eyjaálfu?

2 andsvör við “Afríkublogg”

  1. Gógó

    Ég er til ;)

  2. Lalli

    Flott, ég bóka flug!