Archive for mars, 2005

Stýrð ensímþróun

Ég er ekki að nenna að gera fyrirlestur upp úr rannsóknargrein sem ber þann skemmtilega titil: „Directed evolution of N-acetylneuraminic acid aldolase to catalyze enantiomeric aldol reactions.“

Frekar vil ég fara í vísindaferð á föstudaginn í Actavis en það gengur ekki því ég er víst á leið í sumarbústað á laugardaginn þannig að nú verður að nýta tímann vel.

Stýrð ensímþróun er reyndar ekki það leiðinlegt efni, mjög praktískt og mikilvægt efni.

Málsháttur í páskaeggi

Málshátturinn minn í ár var einhvern veginn svona:

Ef þú gleymir guði þegar þú lifir máttu búast við að hann gleymi þér þegar þú ert dauður.

Fyrir utan það hversu írónískt það var fyrir mig að lesa þetta fannst mér þessi málsháttur vera ótrúlega ósmekklegur.

Aftur í bæinn

Komst til Reykjavíkur í gær eftir dvöl í sveitinni. Eftir því sem maður verður eldri kann ég betur að meta það að geta alltaf farið upp í sveit og tekið því rólega. Ég hugsa samt að ég eigi ekki eftir að búa þar framar.

Pesakh

Nú fer í hönd sú hátíð er kristnir fagna því að guð framdi sjálfsmorð, er hann lét sköpunarverk sín negla sjálfan sig á spýtu, þóttist deyja og kom svo aftur, hressari en aldrei fyrr. Þannig eru kristnir söfnuðir að mínu mati ekki einungis mannfórnarkölt heldur sjálfsmannfórnarkölt.

Allavega fæ ég frí út á þetta gamla flipp hjá guði og ekki er hægt að kvarta yfir því. Af því tilefni mun ég fara vestur á land í foreldrahús og þar mun ég vera eitthvað fram á næstu viku.

Fyrir ykkur sem verðið í bænum bendi ég á sýningu Vantrúar á myndinni Life of Brian á föstudaginn langa í húsi Snarrótar. Það er mjög skemmtileg mynd sem allir ættu að sjá.

Mussukommar…

eru samir við sig.

Nýr rektor

Annars finnst mér skrítið að sá frambjóðandi sem ég kaus (tvisvar) skyldi vinna kosningarnar. Kristín Ingólfsdóttir var besti kosturinn að mínu mati en yfirleitt eru mínar skoðanir í minnihluta þegar kemur að kosningum.

Reyndar kaus ég Ólaf Ragnar í síðustu forsetakosningum. Það voru heldur ekki alvöru kosningar.

Elli formaður

Ég óska Ella til hamingju með það að vera orðinn formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þetta er besta mögulega niðurstaðan að ég tel, ekki einungis fyrir Háskólalistann heldur einnig fyrir Röskvu og Vöku. Mun meiri almennari sátt mun ríkja um formann frá okkur heldur en frá hinum framboðunum, hugsa ég.

Atvinnuviðtal

Atvinnuviðtal búið, tekið af tveimur ungum konum á uppleið. Gangur ágætur, óvíst með niðurstöður. Sýningarferð á eftir með miklum upplýsingum. Er hálfúttaugaður og búinn að drekka mikið af kaffi. Verð að rafdraga PCR afurðir áður en ég fer heim.

Hress og kátur, ójá.

Höfnum stríði!

19.3.2005 - HÖFNUM STRÍÐI!

Paul Wolfowitz?!?

Er þetta einhvert grín að tilnefna Paul Wolfowitz til forseta Alþjóðabankans? Alltaf þegar ég heyri á manninn minnst dettur mér í hug atriðið úr Fahrenheit 9/11 þegar hann var að sleikja greiðuna sína. Fyrir utan það að hann er einn versti haukurinn.

Skemmtilegt annars að sjá fjölmiðla bendla Alþjóðabankann við þróunarhjálp. Spyrjið Argentínumenn hvað þeim finnst um þessa svokölluðu þróunarhjálp.