Archive for desember, 2004

Lárus segir:

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Ég er að yfirgefa siðmenninguna þannig að ég verð ekki í netsambandi fram að áramótum. Hafið það gott um jólin og ekki móðgast þrátt fyrir að fá engin jólakort frá mér, ég sendi ekki svoleiðis ruslpóst.

Ég spái breytingum á Kommúnuvefnum á árinu 2005 en meira um það síðar. Þakka öllum fyrir samveruna á árinu 2004. Það reyndist vera aðeins skárra en 2003, samt ekki mikið skárra. Hins vegar verður 2005 að öllum líkindum frábært ár hvað mig sjálfan varðar.

Góðar stundir.

The future is something which everyone reaches at the rate of 60 minutes an hour, whatever he does, whoever he is.
C. S. Lewis

People find life entirely too time-consuming.
Stanislaw J. Lec

Time is the fire in which we burn.
Gene Roddenberry

Númer tvöhundruð

Þessi færsla er víst nr. 200 eftir að við fluttum okkur yfir á kommúnuna.is. Veit þó ekki hvort 200 telst vera merkileg tala í þessu samhengi.

Úff

Hvað var eiginlega í gangi í gær, ég bara spyr…

Próflok

Var í mjög sérstöku prófi áðan sem samanstóð úr 50 krossaspurningum með fimm valmöguleikum fyrir hvert svar. Hvert rétt svar gilti jafnmikið þrátt fyrir að spurningarnar voru mjög mismunandi þungar.

Ég ætla að bíða með að tjá mig meira um þetta lokapróf og sjá fyrst hvernig þetta próf kemur út, bæði hjá mér og öðrum. Líklega gekk mér allt í læ en samt er ég ekki viss.

Núna ætla ég út í bjórbúð að kaupa jólabjór, en ég hef ekki fengið einn dropa af þeim guðaveigum um þessi jól. Það verður bætt úr þeirri skák núna og svo er líka HAXA/Fjall rústpartý á eftir í Öskju.

Loksins er lífið orðið ásættanlegt á nýjan leik :þ

Taugaáfall í formi tölvupósts

Fékk tölvupóst áðan frá kennaranum í efnafræði þar sem hann sagði okkur frá því hvernig prófið verður á þriðjudaginn. Þar kom fram að prófið væri einungis krossaspurningar, 50 stykki!

Efnafræði hefur hingað til snúist um það að reikna dæmi en ég er ekki að fara að reikna 50 dæmi á þremur tímum takk fyrir. Þetta hlýtur að þýða það að prófið í ár verður allt öðruvísi en fyrri próf sem þýðir það að ég veit EKKERT hvað ég er að fara út í.

50 krossaspurningar! Ég er að fara yfirum.

I´m going slightly mad….

Skilaboð frá írösku andspyrnuhreyfingunni

Sverrir vísaði á þetta um daginn. Þið hreinlega verðið að sjá þessi skilaboð frá The Islamic Jihad Army í Írak. Þetta er stórmerkilegt myndband.

Ég get ekki annað en tekið undir með þessum mönnum. Hvað er þetta stríð annað er rán á auðlindum fátæks þriðja heims lands? Ég styð andspyrnuhreyfinguna í Írak, þeir eru ekki að gera annað en verja land sitt og menningu.

Niður með imperíalistanna!

Glöggir menn í Öskju

Haldið var mikið jólaglögg í gær hér í Öskju fyrir starfsfólkið. Tæknilega séð hafði ég rétt á því að mæta en ég er eins og allir þekkja gríðarlega samviskusamur nemandi og lærði efnafræði í staðinn.

Þegar ég ætlaði að laumast heim rakst ég á mjög svo hressa líffræðinga [lesist drukkna] og tók það nokkrar úrtölur og tjútt að komast fram hjá þeim.

Trúnaðarstigið hjá ónefndum kennurum var víst komið upp á krítiskt stig. Það fannst mér fyndið.

Yfirleitt leiðist mér fólk sem mætir edrú á suddalegar samkomur og minnir mann svo á herlegheitin æ síðan. Það var óviljandi að ég lenti sjálfur í þeirri aðstöðu núna. Ég lofa að gera þetta aldrei aftur.

Fyrra próf af tveimur

Mannerfðafræði búin, gekk ömurlega. Hef líklega aldrei gengið verr í prófi sé tekið mið af því hversu miklum tíma ég eyddi í undirbúning þess.

Næsta próf er þá 21. des. Fortíðardraugurinn Almenn Efnafræði I, það er eins gott að ég er bara í tveimur prófum, þessi eru svo hrútleiðinleg að ég gæti varla höndlað meira.

Hamborgarabúllan Póló

Ég komst að því í gær að hverfissjoppan Póló hefur tekið stakkaskiptum og er nú orðin hamborgarabúlla. Því spái ég 46,2% hækkun á BMI stuðlinum hjá mér á næstu sex mánuðum.

Kaffi

Ég lýsi því hér með yfir að Stefán tækjavörður býr til besta kaffið í Öskju.