Boltinn á Sólon

Ég fór og horfði á úrslitaleik EM á Sólon, var boðið þangað af Renato hinum portúgalska. Að sjálfsögðu tókst mér að mæta 10 mín of seint og fékk ekkert sæti því efri hæðin var pökkuð af fólki, aðallega Portúgölum.

Leikurinn var eins og við var að búast frekar daufur framan af. Grikkirnir héngu í vörninni og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir frá Portúgölunum tókst þeim ekki að skora. Grikkirnir náðu að skora með skalla úr hornspyrnu og þannig fór það, 1-0 fyrir Grikkland.

Eftir að leikurinn var flautaður af var frekar þögul stemning á Sólon. Fólk var niðurlútt og sáust jafnvel tár drjúpa af hvarmi sumra Portúgalanna, vonbrigðin voru algjör. Ég sá í sjónvarpinu að portúgalski forsetinn brast í grát upp í stúkunni. Þetta var allt saman mjög sorglegt.

Þetta hljóta að vera einhver óvæntustu úrslit í sögu Evrópumótsins. Ég spái því að það eigi eftir að ríkja algert kaos a.m.k. næstu þrjá dagana í Grikklandi.

2 andsvör við “Boltinn á Sólon”

  1. Laufey

    Varð ekki allt crazy á efri hæðinni eftir leikinni?

  2. Lalli

    Nei það var frekar dapurt yfir mannskapnum…..