Archive for júlí, 2004

Tapað-Fundið

Mig vantar nokkra geisladiska sem ég lánaði einhvern tímann fyrir löngu og hef ekki fengið til baka.

REM – Automatic For The People Prodigy – Music For The Jilted Generation Jet Black Joe – You Can Have It All

Vantar reyndar fleiri sem ég man ekki eftir í svipinn. Þeir sem hafa diskana undir höndum eru vinsamlegast beðnir að skila þeim eða ég kem heim til þeirra og brenni þá inni. (Fólkið þ.e. ekki diskana)

Þriggja ára hefðin

Á þriggja ára fresti fer ég á skipulagðar útihátíðir. Það hefur verið svoleiðis síðan að ég var 15 ára. Þá fór ég í Galtalæk ásamt Guðjóni árið 1995. 1998 var haldið norður á Halló Akureyri og 2001 var Eldborgarhátíðin alræmda tekin með trompi. Ég var á tímabili farinn að halda að hefðin yrði rofin í ár en því var reddað á síðustu stundu. Núna er það Þjóðhátíð í Eyjum. Spennan magnast með hverri klukkustundinni sem líður.

Stæner 2003 telst ekki með sem skipulögð útihátíð þar sem um afar anarkistíska útihátíð var að ræða. Hún var samt stórskemmtileg fyrir því.

Yfir fótspor mín blésu heitir vindar,
þar til ég gekk inn í dimman skóg.
Hásir tónar menningarsynda,
í nóttina músíkin dó, í nóttina músíkin dó.

Frjáls föstudagur

Enginn vinna á morgun, ég ætla að nýta frídaginn í að undirbúa Eyjaferð í friði og spekt. Versla bjór, mat og svona það sem þarf að hafa meðferðis. Annars ætla ég eins illa búinn og ég mögulega kemst upp með. Í öllu hlutum nema bjórnum, hann hefur forgang í þessari reisu.

Sat ég inn í klefa, gettu hvað ég sá
Fjólubláa hjúkku eta sveppi þrjá

John Kerry

Nú í kvöld flytur John Kerry sína ræðu á flokksþingi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Ég sá um helgina viðtal við hann og varaforsetaefnið John Edwards í 60 mínútum. Það voru reyndar viss vonbrigði. Þrátt fyrir að John&John séu líklega mun betri kostur en George&Dick þá virkuðu þeir ekkert svo traustvekjandi. Báðir töluðu um að þeir væru miklir trúmenn og hvað trúin væri þeim mikilvæg o.s.frv. Einnig töluðu þeir í miklum klisjum og útjöskuðum frösum og voru frekar leiðinlegir að sjá.

En ég yrði afar undrandi ef þeir reyndust vera verri en W og co.

Sorgardagur fyrir líffræðina

Francis Crick er látinn, sá sem uppgötvaði byggingu DNA mólikúlsins ásamt James Watson.

We’ve discovered the secret of life.
Francis Crick

Löng helgi, vonandi

Það lítur út fyrir að ég fái frí á föstudaginn þar sem flestir eru í frí hvort eð er og búið verður að steypa plötuna á fyrstu hæð í nýja aðveituhúsinu fyrir Norðlingaholtið. Ég væri alveg til í smá aukafrí, júlí er búinn að vera strembinn í meira lagi. Svefnleysið er farið að segja allverulega til sín.

Svo vil ég lýsa frati á gamla skólafélaga frá Laugargerði (ekki alla þó) sem nenntu ekki að mæta á reunion sem fyrirhugað var þar næstu helgi. Það hefur verið fellt niður og þar af leiðandi er ég laus helgina eftir verslunarmannahelgi. Hvað á ég þá að gera af mér?

Stjörnuspeki.is

Þetta er alveg frábær vefur sem hægt er að mæla með. Verð að láta eitt gullkorn hérna til að sýna snilldina. Hér er sá sem stendur að þessum vef, Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur, að spá í heimsmálin.

Krabbi – einangrun og grimmd Ef reynt er að skoða þessa þróun stjarnspekilega, má kannski segja að Satúrnus í Krabba bendi til vaxandi þjóðernis- og einangrunarhyggju. ‘Ég ver mig og mína, minn flokk, mína fjölskyldu, mitt land, en aðrir geta átt sig.’ Ég hefur áður bent á það í skrifum að hinn umhyggjusami Krabbi, sé eitt grimmasta stjörnumerkið, þegar að honum er vegið og hann telur sig þurfa að verja sig (sbr. Fólk: George Bush). Alþjóðleg hryðjuverk Ekki er ólíklegt að Plútó í Bogmanni, standi fyrir bylgju alþjóðlegra hryðjuverka og einnig því gagnsvari sem fylgir í kjölfarið, þeas. lokun landamæra, harðara eftirlit með ferðamönnum, innflytjendum o.s.frv. Trúarofstæki Vaxandi trúarofstæki má væntanlega einnig skrifa á Plútó í Bogmanni og nú Úranus í Fiskum. Veiking stéttarfélaga og upplausn í alþjóðasamfélagi má hugsanlega rekja til Neptúnusar í Vatnsbera (merki félags- og hópstarfs).

Já stjörnuspekin er vanmetin, eða hvað?

Klúður

Maður er alltaf að klúðra hlutunum. Ætlaði að kaupa áðan miða á Þjóðhátíð í forsölu en þá var forsölunni bara hætt í gær. Jæja, fall er fararheill, vona ég.

Þjóðhátíð 2004

Ég er búinn að ákveða það að fara bara á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Held að ég sé búinn að redda miðum og fæ meira að segja 50% afslátt með Herjólfi vegna klíkuskapar. Ég ætla þó bara að vera í tvo daga, fer á laugardegi og kem aftur á sunnudegi.

Annars ætlaði ég að kíkja á Innipúkann en ég held að það sé meira rokk á Þjóðhátíð. Ég hlakka mest til að sjá Egó en ég held alltaf dálítið uppá þá hljómsveit.

Hrikalega held ég að þetta verði gaman.

Horfnar eru góðar stundir….

Nú hefur hátíðin Á Góðri Stundu á Grundarfirði liðið sitt skeið. Ég fór ásamt Jakobi þangað og lék í minni fyrstu kvikmynd í leiðinni.

Read the rest of this entry »