Þú veist að kvikmynd er vond……

… þegar að hún er auglýst í anda einhvers.

„Æsispennandi hasar og spennutryllir í anda Bad Boys og Hard Target.“

Sérstaklega þegar að myndirnar sem andinn er fenginn úr er vondur. Aldrei eru bækur auglýstar svona.

„Ný skáldsaga í anda Gamla mannsins og hafsins og Þrúgna reiðinnar.“

Það væri fáránlegt.

… þegar að tekið er fram hverjir framleiða myndina. Veit aldrei á gott.

… þegar að myndin birtist upp úr þurru á vídeóleigum og hefur aldrei haft viðkomu í kvikmyndahúsi. Þetta er reyndar ekki algilt því margar myndir utan Hollywood fara beint á myndband s.s. ýmsar evrópskar myndir.

… þegar að Freddie Prinze Jr. leikur aðalhlutverkið.

… hmm mér dettur ekki meira í hug í bili :þ

Lokað er fyrir andsvör.