Eilíft sólskin hins hreina hugar

Ég lýsi eftir fólki sem hefur áhuga á að berja augu hreyfimyndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Miklar líkur eru á því að hér sé snilld á ferðinni. Ég skal meira að segja bjóðast til að endurgreiða bíómiðann væntanlegu förunautum mínum ef þeir eru ósáttir við myndina.

Þetta tilboð á þó ekki við um Jakob af sérstökum ástæðum.

Kynþokkafullt einhleypt kvenfólk á aldrinum 21-25 ára hefur forgang í væntanlegri bíóferð. Öllum tilboðum verður svarað.

Líklega verður farið þessa helgi en það er þó nokkuð óljóst ennþá.

Lokað er fyrir andsvör.