Archive for maí, 2004

Þreyta og nafnamisnotkun

Mér er illt nokkurn veginn allstaðar í skrokkinum núna. Það er erfitt að byrja aftur að vinna eftir margra mánaða kyrrsetu.

Ég er að fara í bíó á morgun til tilbreytingar, það held ég að verði gaman.

Ótrúlegar umræður spunnust um grein Sigurðar Hólm, Siðlaust trúboð, á skoðun.is, þar sem hann fjallaði um sjónvarpsstöðina Ómega. Það er magnað hvað það er til mikið af snarbiluðu fólki.

Ég sló að gamni mínu Lárus Viðar upp í Google, heitir víst að gúgla á góðri íslensku. Ég var hálf miður mín yfir einni niðurstöðunni sem upp kom. Var hún brot úr grein sem birtist víst í Bleiku & Bláu. Þetta var ekki í neinu samhengi þannig að ég veit ekki hvað þessi grein átti að fjalla um. Brotið var allavega á þessa leið.

Ókei, þessi er greinilega alveg hrikalega hress og veit alveg upp á hár hvað hann vill ? Gamalt fólk! Blessaður drengurinn er risastór og yfir hundrað kíló. Án efa býr hann enn í foreldrahúsum og er að leggja stund á einhversskonar iðnnám. Heitir kannski Lárus Viðar. Hann er tvíkynhneigður og hleypir því báðum kynjum upp á sig, en bara fólki sem er komið yfir fertugt. Það er víst að þessi piltur á ekki að fara að vinna á elliheimili þó að það sé kannski svolítið líklegt að hann eigi eftir að enda á Grund með fullt af gömlu, sjúku holdi á milli handanna. Hvað er það sem lætur fólk komast að því að það hefur þessar þarfir þegar það er rétt skriðið yfir tvítugt? Var Lárus Viðar misnotaður af ömmu sinni og afa eða er þetta bara svona hrikalegur pervert? Kynferðislegar hneigðir eru skilgreindar sem pervertískar þegar þær hafa lítið að gera með fjölgun mannkyns og að vilja svitna með gamalmennum telst samkvæmt þessu vera í öflugri andstöðu við náttúrulögmálin. Mannskepnan sem slík er líka ólík öðrum dýrum að mjög mörgu leiti. Elgir fara ekki í sadó masó leiki og tuddar skella sér ekki upp á aðra tudda sem eru að detta niður úr hárri elli. Einu kvikindin sem komast með tærnar þar sem við höfum hælana eru hundar og apar. Við erum öll óttalegir pervertar, en þessi er ansi hátt uppi á pervertaskalanum. Eftir að hann verður rekinn af Grund og dæmdur til að sitja inni í mánuð (meðal dómur fyrir kynferðisafbrot), þá á hann eflaust eftir að stofna Útfararþjónustu Lárusar ?Þar sem líkinu líður vel.

Hvaða rugl er þetta?!?!? Er Lárus Viðar svo pervertalegt nafn að fólk tengir það ósjálfrátt týpu sem hefur eingöngu áhuga á samræði við gamalt fólk yfir fertugu og endar ferilinn sem náriðill!?! Ég er eins og áður sagði hálf miður mín yfir því að nafnið mitt hafi verið misnotað svona.

Þetta blogg var í boði Dominos.

Fjölmiðlafrumvarp samþykkt

Kemur reyndar ekkert á óvart. Þegar að Davíð Oddson hefur ákveðið eitthvað þá verður ekki aftur snúið. Gott að sjá að Jónína Bjartmarz er með framsóknarmennskuna á hreinu. Ekki má greiða atkvæði á móti neinu sem stjórnin ákveður því að þá ert þú komin í stjórnarandstöðu! Minnir mikið á þegar að Dagný Jónsdóttir stóð með sínu liði þegar að auka átti fjárframlög til háskólans.

Afhverju er svona fólk á Alþingi?

Gaman að sjá hvernig stjórnarsinnar eru að fara á taugum yfir því hvort að forseti lýðveldisins beitir málskotsréttinum. Minna á krakka á leikskóla sem hrópa í sífellu „máeggi! máeggi! máeggi!“. Halda því fram að 26. grein Stjórnarskrárinnar gildi bara ekki, hvað er þá í gildi af því sem stendur í þessari stjórnarskrá? Merkilegt er þó að forseti sjálfur hefur ekkert sagt opinberlega. Samt sér forsetisráðherra sig knúinn til að skrifa langa opnugrein í flokksblaðið og hamra á því í fjölmiðlum að afar óheppilegt væri ef málskotsréttnum væri beitt. (því að þá þyrftu Davíðslögin að fara undir þjóðaratkvæði sem væri afar óheppilegt fyrir Davíð)

Það allra lúalegasta er þó að háttvirtur forsætisráðherra fer niður á það plan að draga fjölskyldu forseta Íslands inn í deiluna. Davíð hefur aldrei verið málefnalegasti stjórnmálamaðurinn en fyrr má nú rota en dauðrota. Allt þetta mál er reyndar ríkisstjórninni allri til ævarandi skammar, eins og svo mörg, mörg önnur á þessu kjörtímabili og reyndar hinum tveimur líka. (D+B meina ég)

Samt býst ég við að forsetinn undirriti lögin, stjórnin situr áfram næstu þrjú árin og heldur áfram valdníðslunni, svo koma kosningar og þá er hent nokkrum millum í hnyttnar auglýsingar og sama stjórnin verður svo kosin aftur 2007. Íslendingar hafa nefnilega ekkert pólitískt minni. Þetta nýta stjórnmálamenn sér óspart.

Stórmyndasökker

Eins og kunnugir þekkja þá er ég mikill sökker fyrir ofhlöðnum, sprengja-í-loft-upp, lemja-vondu-kalla stórmyndum frá Hollywood. Myndum sem kosta á við það sem fjárlög sumra ríkja hljóða upp á, myndum sem eru hlaðnar vondum leikurum sem kæmust aldrei neitt áfram í lífinu nema út á útlitið, myndum sem oft eru byggðar á comics.

Svo virðist að gósentíð sé framundan, fyrir menn eins og mig, í þessum efnum. Eftirtaldar myndir fá fjárframlög frá mér þetta sumarið.

Harry Potter and the Prisoner of Azkaban Spiderman 2 Troy Alien Vs. Predator Hellboy The Ladykillers Fahrenheit 9/11

Ok ok, gósentíðin er ekki eins mikil og ég hafði einhvern veginn séð fyrir mér. Síðustu tvær myndirnar á listanum eru heldur ekki hefðbundnar Hollywood risamyndir. En hvað með það, þetta verður gott kvikmyndasumar.

Aftur á mölina

Nú er sauðburður að mestu um garð genginn og því hefur Lárus snúið aftur til borgar óttans. Á morgun ætla ég svo að reyna að mæta í vinnuna og athuga hvað Markhús.ehf er að sýsla við þessa dagana.

Ég hef ekki getað tekið því rólega í heilan dag síðan einhvern tímann í apríl. Það lítur ekki út fyrir að ég nái því fyrr en eftir tvær vikur enn. Ég er orðinn frekar þreyttur á þessu sífellda puði :þ

Annars er ég afskaplega fúll núna því að ég var að fá einkunn úr sameindaerfðafræðinni. Mér gekk hörmulega og vil aldrei heyra DNA og skylda hluti nefnda aftur.

Fréttir þessa dagana

horror.jpg

Netleysi

Á morgun fer ég upp í sveit að kíkja á sauðburð. Í Kolbeinsstaðahrepp þekkjast ekki nýmóðins fjölmúlavíl eins og Alnet og því verður ekkert skrifað hér í ca. 10 daga. Mikið er gott að vera búinn í prófum, ég segi ekki annað.

Think of the fierce energy concentrated in an acorn! You bury it in the ground, and it explodes into an oak! Bury a sheep, and nothing happens but decay. George Bernard Shaw In order to be an immaculate member of a flock of sheep, one must above all be a sheep oneself. Albert Einstein Democracy is two wolves and a sheep voting to decide what’s for lunch. Marshall Fritz

Gott skap tryggt

Ég held að kennarinn minn í ónæmisfræði hljóti að vera í góðu skapi þegar hún fer yfir prófin okkar, allavega ef marka má þessa frétt.

Próf búin!

Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera búinn í prófunum. Síðasta prófið, ónæmisfræði, gekk meira að segja allt í læ. Nú hef ég nákvæmlega ekkert að gera, afar skrítin tilfinning. Ég ætla annars að fara vestur í sveitina á eftir þannig að ég verð ekkert í bænum næstu tvær vikurnar. Missi því líklega af boðuðu eurovision-partý Kristínar, en svona er lífið.

Jæja, þar sem ég hef ekkert að gera lengur setti ég inn hlekki á nokkra líffræðikunningja. Fannst skrítið að vera alltaf með Háskólalistafólkið hérna, sem ég þekki varla helminginn af, en ekkert úr líffræðinni. Það er þó fólk sem maður þekkir og spjallar við svona stundum.

Annars eru flestir í mínum árgangi að fara að útskrifast, ég tossinn sit eftir í heilt ár í viðbót. Allir sem ég hlekkjaði í t.d. verða farnir næsta ár. Þá verður maður kannski bara minna fullur næsta skólaár, það gæti kannski bætt meðaleinkunnina e-ð :)

Búið

Eftir ca. 14. klst verður þetta misseri búið. Þetta hefur að mörgu leiti verið besta misserið í HÍ hingað til. Engir extra-leiðinlegir kúrsar, tók þátt í pólitísku framboði í fyrsta sinn, skemmtanir voru ágætlega tíðar og nýtt húsnæði tekið í notkun í líffræðinni, sem er hvað sem öllu líður, betur staðsett en það gamla.

Já, já þetta var ágætt bara. Svo fer ég í sveitina í smá frí og svo verður það bara gamla vinnan sem verður bara fínt. Ógurlega er maður eitthvað jákvæður þrátt fyrir að þurfa að fara í próf eftir 11 klst.

Gisp

Blár

Nú er ég frekar blár, því það er próf á morgun.

Blend with my blue Those colours of you. Please help me See it through ooh.

Það er reyndar síðasta prófið en líklega það sem ég er verst undirbúinn fyrir. Annars á kennarinn í veirufræði hrós skilið fyrir að vera ofursnöggur að fara yfir lokaprófið. Tók próf á föstudaginn og fékk einkunn í gær, mánudag. Þetta er einnig merkilegt í ljósi þess að hann er 75 ára og segist ekkert sjá lengur :) Fékk meira að segja sæmilega einkunn.

This journey I must Take all alone. I blend my blue In those colours of you.

Ég hef líklega alltaf gleymt að segja frá því merkilegasta sem hefur komið fyrir mig lengi. Í þar síðustu viku var ég hér á vappi á Þjóðarbókhlöðunni og sá þar enga aðra en Leoncie og manninn hennar uppi á þriðju hæð. Það fannst mér nokkuð skondið. Það er ótrúlega sorglegt að þetta skuli vera það merkilegasta sem hefur drifið á mína daga. Allt horfir nú samt til betri vegar eftir að prófin klárast.

Mér finnst Eurovision annars vera alger óbjóður.