Archive for apríl, 2004

Gagnaugað

Eftir að hafa skoðað gagnauga.net í nokkurn tíma var ég orðinn sannfærður um það að Bandaríkjastjórn eða CIA hafi staðið að baki 9/11 árásunum, að bandaríski herinn hygði á heimsyfirráð, að Tony Blair hafi myrt David Kelly, að lyf virka ekki, að mjólk valdi krabbameinum o.s.frv.

Í stuttu máli, alheimssamsæri stór-kapítalista, trúarnöttara og stríðsæsingamanna er í gangi á meðan ég skrifa þessi orð. Síðan fór ég af vefnum og jafnaði mig fljótt aftur. Jú það eru leiðindagaurar allsstaðar með dólg, því er ekki að neita. Að dólgurinn sé jafn yfirgripsmikill og þeir á gagnauga halda fram er ég ekki viss um.

Hins vegar er eitt afskaplega skrítið atriði sem þeir bentu á. Í desember 2001 hélt W ræðu fyrir almenning og fengu einhverjir að spyrja Bandaríkjaforsetann spurninga. Á opinberri heimasíðu forsetaembættisins, whitehouse.gov, er þessa ræðu að finna í heild sinni. Hann var m.a. spurður um fyrstu viðbrögð sín 11. september það sama ár, eftir árásirnar. Svar hans er eiginlega út í hött. Þetta er birt svona á forsetavefnum:

„THE PRESIDENT: Hi, Patricia; how are you? How old is Patricia?

Q Five, and Jordan is in 3rd grade. And Jordan has a question, if I could give him the microphone.

THE PRESIDENT: You bet. Your mother is relaying the Mike to you, Jordan.

Q One thing, Mr. President, is that you have no idea how much you’ve done for this country. And another thing is that, how did you feel when you heard about the terrorist attack? (Applause.)

THE PRESIDENT: Thank you, Jordan. Well, Jordan, you’re not going to believe what state I was in when I heard about the terrorist attack. I was in Florida. And my Chief of Staff, Andy Card — actually, I was in a classroom talking about a reading program that works. I was sitting outside the classroom waiting to go in, and I saw an airplane hit the tower — the TV was obviously on. And I used to fly, myself, and I said, well, there’s one terrible pilot. I said, it must have been a horrible accident.

But I was whisked off there, I didn’t have much time to think about it. And I was sitting in the classroom, and Andy Card, my Chief of Staff, who is sitting over here, walked in and said, „A second plane has hit the tower, America is under attack.“

And, Jordan, I wasn’t sure what to think at first. You know, I grew up in a period of time where the idea of America being under attack never entered my mind — just like your Daddy’s and Mother’s mind probably. And I started thinking hard in that very brief period of time about what it meant to be under attack. I knew that when I got all of the facts that we were under attack, there would be hell to pay for attacking America. (Applause.) “

Í fyrsta lagi, sá hann fyrri þotuna fljúga á World Trade Center og hugsaði með sér hvursu vondur flugmaðurinn væri??? Í öðru lagi hvernig gat hann séð fyrri þotuna þar sem myndir af henni bárust ekki til fréttamanna fyrr en síðar um daginn???

W er ekki snjall ræðumaður, það vita allir. En er hægt að skýra þetta þannig að hann hafi bara verið að þrugla eitthvað yfir lýðnum, kannski orðinn þreyttur eða e-ð? Þetta er allavega mjög kyndugt allt saman.

Próf

Fólk er alltaf að spyrja mig hvenær ég sé í prófum. Ég ætla að svara því hér á opinberum vettvangi í eitt skipti fyrir öll.

29. apríl. Sameindaerfðafræði 3. maí. Almenn stjarnvísindi 7. maí. Veirufræði 12. maí. Ónæmisfræði Ég þoli ekki próf. Hvað á það að þýða að láta framtíð manna ráðast á þremur klukkustundum eftir fjögurra mánaða standslaust puð? Ég er líka afskaplega vondur í að taka próf. Láta fyrirlestra og verkefni ráða einkunn. Ég fékk t.d. ritgerð til baka í dag og fékk 9,5 fyrir. Ef ég fengi nú 9,5 í prófinu, þá væri nú gaman að lifa. Má prísa mig sælan ef ég fæ 6. Prófageðveikin er hafin….

Dagar sem öllu breyta

Stundum koma dagar með ákvörðunum og atburðum sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á líf manns. Slíkur dagur var síðasti vetrardagur á þessu ári. Þetta er líklegasti einn mikilvægasti dagur míns akademíska lífs. Nú þarf ég bara að spjalla við prófessora og fleiri ágæta menn til að fá málin á hreint. Það er vor í lofti, ekki bara í veðurfræðilegum skilningi heldur get ég fullyrt að það er komið vor í mínu vísindamannslífi. Eftir svartnættisvetra erfiðs grunnnáms er loks farið að skína smá sólskin.

Ég get ekki skýrt frá því í smáatriðum hvað gerðist þann 21. apríl 2004 en lausnarorðin eru; prótein, veirur, styrkir og gen. Ef allt fer að óskum þá útskýri ég þetta betur síðar.

Ég er kominn í mjög gott skap.

Afmæli

Þann 21. apríl 1980, á ári apans og Reagans fæddist drengur að nafni Sverrir Aðalsteinn. Sá atburður hefur það óhjákvæmilega í för með sér að hann fagnar nú sínum 24. afmælisdegi. Ég vil nota tækifærið og óska honum til hamingju með afmælið.

OFURBLOGG

Það sem skrifað er með stærsta letrinu er yfirleitt ekki það merkilegasta eða það innblásnasta sem menn hafa látið frá sér. Stundum reynir maður að fela skort á ritsnilli og stíl með því að hafa hlutina stóra í sniðum svo aðrir haldi að ég hafi eitthvað til málanna að leggja.

Annars var ég að læra fyrst í dag hvernig á að stækka letrið. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt :þ

Braskleikur

Í dag kom maður að máli við mig á Kaffi Náttúru og spurði hvort ég vildi vera með í leik sem var að fara í gang inní tölvuveri. Hann sagði að ég fengi 800 kall fyrir þátttöku auk þess að ég fengi að halda þeim gróða sem mér áskotnaðist í leiknum. Ég sagði bara já, aðallega vegna þess að þeir voru í vandræðum með að manna leikinn og gátu ekki byrjað fyrr en hann væri fullmannaður þannig að ég var að gera góðverk dagsins og fá smá pening fyrir.

Allavega leikurinn sjálfur var frekar flókinn, fannst mér allavega sem hef ekkert vit á markaði, framboði, eftirspurn, framlegð, verðmætasköpun og þessu öllu. Samt eftir klukkutíma hark hafði ég nælt mér einhverja bleðla. Endaði með ríflega 1800 kr í gróða plús 800 kallinn fyrir þátttökuna þannig að þetta var um 2600 kall fyrir að sitja í klukkutíma og leika sér með öðrum krökkum.

Ætli maður geti fengið svona vinnu? Sitja fyrir framan tölvuna og selja og kaupa drasl og græða á þessu öllu saman. Það er víst fólk sem stundar þetta alla daga. Ég held nú að það sé einstaklega óspennandi líf til lengdar.

Maddömu misboðið

Skagfirðingnum sem heldur úti Maddömunni mislíkar það afskaplega þegar að prestar hafa sjálfstæðar skoðanir á hlutum og breiða þær út með hjálp Ríkisútvarpsins. Það er allavega skoðun hans á ræðu séra Örns Bárðar, sem hann hélt á sunnudaginn í Neskirkju. Ég held nú að prestkallinn hafi bara verið að útbreiða kristilegar skoðanir sínar. Það er ljótt að drepa og sprengja fólk í tætlur í nafni friðar, svo er það líka bannað í Biblíunni. Ég er nú eiginlega sammála þessum presti, þrátt fyrir afskaplega lítið álit mitt á Þjóðkirkjunni.

Á niðurleið

Ég heyrði einu sinni merkilega sögu um einn nafntogaðan lögregluþjón hér á landi. Þessi ágæti maður var trúaður mjög og hann var spurður einhvern tímann að því, (ég man reyndar ekki söguna nákvæmlega) hvort að störf hans innan lögreglunnar miðuðu að því að vinna að friði meðal manna, eða eitthvað álíka. Ég man reyndar ekki hvernig spurningin var en svarið var mun eftirminnilegra. Hann taldi það ekki æskilegt að alger friður kæmist á meðal manna í heiminum, því að þá verður heimsendir samkvæmt Biblíunni og Jesús Kristur kemur aftur til okkar.

Ég tók þessa sögu reyndar ekki alvarlega í fyrstu, því að þetta eru svo fáránlegar skoðanir að það tekur því varla að minnast á þær. Hins vegar gæti maður farið að halda það að þessar skoðanir væru útbreiddar meðal þeirra sem nú fara með pólitísk völd í heiminum. Georg og félagar í Washington hafa nefnilega verið drjúgir í því að auka ófriðinn í heiminum, svo mjög að öruggt er að Jesú kallinn lítur örugglega ekki sjá sig næstu áratugina.

Það er að sjálfsögðu einföldun að segja að þeir beri ábyrgðina einir í þróun heimsmála undanfarin ár. Þó er ljóst að þeir hafa staðið sína vakt einstaklega illa. Ekki einasta hafa þeir útbreitt stríð og ofbeldi um heiminn heldur hefur efnahagsstjórnun þeirra verið með slíkum endemum að efnahagur Bandaríkjanna hefur ekki verið verri um áraraðir.

Blind trú haukanna í Bandaríkjunum á hina heilögu þrenningu, sinn eigin hernaðarmátt og yfirburði Bandaríkjanna meðal þjóðanna hefur leitt af sér skelfingarástand í heimsmálunum. Það er náttúrulega að míga í bakkafullan lækinn að minnast á þetta en stundum verður maður bara að segja e-ð.

Erfiður dagur

Úff þetta er vondur dagur með mörgum illum timburmönnum. Ég vil biðja fólk um að vera ekki að detta í heimsóknir fyrr en misserið er búið. Sérstaklega ekki fólk sem kemur með marga lítra af bjór með sér.

Mikið er ég vondur námsmaður, ég hef svo sannarlega sannað það undanfarna daga.

Vondur námsmaður

Í staðinn fyrir að læra í gær fór ég á setningarhátíð Raunvísindaþings og hlustaði á menntamálaráðherra flytja ræðu. Síðan sat ég yfir tveimur fyrirlestrum um kortlagningu hafbotnsins. Ég tók eftir því í salnum að ég var eini neminn þarna inni, allt voru þetta prófessorar um fimmtugt sem sátu yfir þessu. Þó ultu inn nokkrir jarðfræðinemar þegar að kortlagningarfyrirlesturinn hófst. Eftir þetta þing fór ég niðrí bæ og svo á Stúdentakjallarann og var þar allt kvöldið fram á nótt. Sötraði ég þar bjór og reyndi að kenna Jakobi og Sverri að tefla skák með misjöfnum árangri.

Vaknaði svo seint og illa í morgun/dag.

Svo er ég víst að fara aftur á barinn í kvöld. Mér líst ekki á þessa þróun svona rétt fyrir próf…….