Nýr heimur

Áðan klukkan 10 breyttist heimurinn til frambúðar. Tíu ný lönd gengu í Evrópusambandið, það stækkaði úr 15 löndum í 25. Nú búa á Evrópusambandinu 450 milljón manns.

Ég skal alveg viðurkenna það, ég er hlynntur Evrópusambandinu. Finnst betra að þjóðir Evrópu séu sameinaðar heldur en að þær séu alltaf að ganga á milli bols og höfuðs hvor á annarri. Evrópusambandið er eiginlega til fyrirmyndar, veit þó ekki hvort Íslendingar eiga að vera með í þessu samstarfi. Hvað veit maður svosem? :þ

Lokað er fyrir andsvör.