Japan

Fékk skemmtilegan póst í dag þar sem námstyrkir til náms í Japan voru kynntir.

Japanska ríkisstjórnin ætlar að veita Íslendingum Mombukagakusho (MEXT :Mennta, Menningar, Íþrótta, Vísinda og Tæknifræði Ráðuneytið) styrki til framhaldsnáms í Japan. Styrkurinn er veittur til tveggja ára fyrir þá sem hefja nám í apríl 2005 en til 18 mánaða fyrir þá sem kjósa að hefja nám í október 2005. Flugfargjöld og skólagjöld eru greidd og fá styrkþegar mánaðarlega greiðslur, 175.000 Yen sem er nálægt 110 þúsund krónum og auk þess fjárupphæð við komuna til landsins.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið B.A. eða B.S. gráðu áður en námið hefst og verða að hafa klárið a.m.k. sextán ára menntun (eða 15 ár, fer eftir kringumstæðum). Umsækjendur geta aðeins sótt um nám í sínum sérgreinum eða á skyldum sviðum. Skilyrði er að þeir séu fæddir á eða eftir 2. apríl 1970. Umsækjendum er bent á að hafa samband við prófessor í þeim háskóla í Japan sem þeir hyggjast hefja nám við og fá staðfestingu á skólavist. Upplýsingar um skóla og prófessora má fá hjá Sendiráði Japans.

Nemar geta valið á milli heimspeki, félagsvísinda og náttúrufræði eða námskeiða sem tengjast þesskonar fræðslu. Kennslusvið eins og þjóðlegar list- og menningargreinar sem ekki eru í japönskum háskólum eru ekki í boði.

Nemar verða að vera í góðu andlegu og líkamlegu ástandi. Verða að hafa áhuga á að læra japönsku og veða að koma til Japans 1. – 7. apríl 2005 eða 1. – 7. október 2005.

Ég er að spukulera í því að sækja um þennan styrk, þ.e. ef ég klára einhvern tímann B.S. námið. Þrátt fyrir að líkurnar séu kannski mér í óhag, þar sem ég er nú ekki besti námsmaðurinn, þá sakar ekki að reyna. Mér skilst að styrknum sé úthlutað á hverju ári.

Ég meina, flug og skólagjöld greidd og ca. 110.000 kall á mánuði í styrk, það er alls ekki slæmt. Fá að læra sitt fag í Japan, mér skilst að þeir séu mjög framarlega í sameindalíffræði. Læra svo japönsku í leiðinni, það er bara töff. Hvað hef ég að tapa?

Lokað er fyrir andsvör.