Góður, Davíð

Nú verður það bráðum fest í lög að þeir sem hafa markaðsráðandi stöðu í einhverjum bisness, mega ekki eiga ljósvakamiðil, en þeir mega samt eiga dagblað, en samt ekki dagblað og ljósvakamiðil. Rökrétt?

Síðan stendur: „Óheimilt er að veita leyfi til útvarps til fyrirtækis sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri.“ Semsagt, menn eiga að helga sig útvarpsrekstri en ekkert vera með puttana í öðrum rekstri á meðan. Rökrétt?

Þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar/Davíðs er í besta falli hlægilegt. Það sér það hver maður að þetta frumvarp er klæðskerasaumað fyrir Baugsfeðga. Merkilegt er að breytingarnar ná einungis til ljósvakamiðla en ekki dagblaða. Það má náttúrulega ekki styggja hluthafa Morgunblaðsins, síðasta flokksblaðsins.

Ég gæti skrifað langan pistil um þetta en ég ætla frekar að fara að leggja mig.

Heimur versnandi fer, það er nokkuð ljóst….

Lokað er fyrir andsvör.