Gisp

Í dönsku Andrésblöðunum (koma þau ennþá út?) sögðu allir gisp þegar að eitthvað bjátaði á. Minnir að Guffi (sem sumir vilja enn þann dag í dag kalla Feitmúla) hafi oft tekið sér þetta orð í munn.

Síðar kom út íslenskt teiknimyndasögublað sem bar nafnið Gisp, sem þótti afar viðeigandi.

Allavega, ef ég væri persóna í dönsku Andrésarblaði, væri ég með gogg og segði gisp. Ég er að fara í próf á morgun í einhverju sem heitir sameindaerfðafræði. Það verður lítið um svefn í nótt.

gisp

Lokað er fyrir andsvör.