Nörd

Já ég er að breytast í hrikalegt tölvunörd. Ég er alltaf að spjalla við hina og þessa gauka á spjallborði Vantrúarvefsins. Það er þó frekar svona pointlaust eitthvað, en samt einnig skemmtilegt á hallærislegan hátt. Þeir segja: „Guð er til“ og ég og hinir á Vantrú segja „Nei“. Ég hvet þó alla trúarnöttara til að koma á spjallborðið og boða fagnaðarerindið. Það er ekkert gaman að tala við fólk á spjallborðum sem maður er algerlega sammála :þ

Lokað er fyrir andsvör.