Archive for apríl, 2004

Nýr heimur

Áðan klukkan 10 breyttist heimurinn til frambúðar. Tíu ný lönd gengu í Evrópusambandið, það stækkaði úr 15 löndum í 25. Nú búa á Evrópusambandinu 450 milljón manns.

Ég skal alveg viðurkenna það, ég er hlynntur Evrópusambandinu. Finnst betra að þjóðir Evrópu séu sameinaðar heldur en að þær séu alltaf að ganga á milli bols og höfuðs hvor á annarri. Evrópusambandið er eiginlega til fyrirmyndar, veit þó ekki hvort Íslendingar eiga að vera með í þessu samstarfi. Hvað veit maður svosem? :þ

Kill Bill 2

Mér finnst Kill Bill 2 afar góð mynd, sama hvað vissir sagnfræðispekulantar segja. Það sem helst stendur uppúr er hversu hún er áleitin, þrátt fyrir að vera með mjög öfgakenndan og ýktan söguþráð. Góð myndataka ásamt ágætis leik og frábærri leikstjórn gera Kill Bill af betri hasarmyndum síðari ára. Þrjár og hálf stjarna af fjórum, ekki spurning.

Og þegi þú Jakob.

Próf búið

Það er vissulega klisja að segja prófið í dag hafi verið próf dauðans. En eftir að hafa tekist að berjast áfram í þessu námi í fimm misseri, þá hef ég séð ýmislegt ljótt. Þetta próf sló allt út, nema e.t.v. eitt eða tvö próf sem voru svipað viðbjóðsleg. Ef ég hef ekki fallið í dag er ég allavega með lága einkunn. Í fagi sem mig langaði að leggja fyrir mig, sameindaerfðafræði.

Skrambinn.

Gisp

Í dönsku Andrésblöðunum (koma þau ennþá út?) sögðu allir gisp þegar að eitthvað bjátaði á. Minnir að Guffi (sem sumir vilja enn þann dag í dag kalla Feitmúla) hafi oft tekið sér þetta orð í munn.

Síðar kom út íslenskt teiknimyndasögublað sem bar nafnið Gisp, sem þótti afar viðeigandi.

Allavega, ef ég væri persóna í dönsku Andrésarblaði, væri ég með gogg og segði gisp. Ég er að fara í próf á morgun í einhverju sem heitir sameindaerfðafræði. Það verður lítið um svefn í nótt.

gisp

Snorri Ásmundsson forsetaframbjóðandi

Siggi Tomm sendi mér emil með undirskriftalista til stuðnings Snorra Ásmundssyni til forsetaembættisins. Ég held að ég safni nú ekki neinum undirskriftum, þótt að þetta sé eflaust vænsti kall. Forsetaembættið er eitt af því fáa í lífinu sem ég sýni mikla virðingu. Ég held að þetta sé bara einn stór brandari hjá Snorra og ég er hreinlega á móti því að menn bjóði sig fram á móti forsetanum upp á grín.

Góður, Davíð

Nú verður það bráðum fest í lög að þeir sem hafa markaðsráðandi stöðu í einhverjum bisness, mega ekki eiga ljósvakamiðil, en þeir mega samt eiga dagblað, en samt ekki dagblað og ljósvakamiðil. Rökrétt?

Síðan stendur: „Óheimilt er að veita leyfi til útvarps til fyrirtækis sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri.“ Semsagt, menn eiga að helga sig útvarpsrekstri en ekkert vera með puttana í öðrum rekstri á meðan. Rökrétt?

Þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar/Davíðs er í besta falli hlægilegt. Það sér það hver maður að þetta frumvarp er klæðskerasaumað fyrir Baugsfeðga. Merkilegt er að breytingarnar ná einungis til ljósvakamiðla en ekki dagblaða. Það má náttúrulega ekki styggja hluthafa Morgunblaðsins, síðasta flokksblaðsins.

Ég gæti skrifað langan pistil um þetta en ég ætla frekar að fara að leggja mig.

Heimur versnandi fer, það er nokkuð ljóst….

Japan

Fékk skemmtilegan póst í dag þar sem námstyrkir til náms í Japan voru kynntir.

Japanska ríkisstjórnin ætlar að veita Íslendingum Mombukagakusho (MEXT :Mennta, Menningar, Íþrótta, Vísinda og Tæknifræði Ráðuneytið) styrki til framhaldsnáms í Japan. Styrkurinn er veittur til tveggja ára fyrir þá sem hefja nám í apríl 2005 en til 18 mánaða fyrir þá sem kjósa að hefja nám í október 2005. Flugfargjöld og skólagjöld eru greidd og fá styrkþegar mánaðarlega greiðslur, 175.000 Yen sem er nálægt 110 þúsund krónum og auk þess fjárupphæð við komuna til landsins.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið B.A. eða B.S. gráðu áður en námið hefst og verða að hafa klárið a.m.k. sextán ára menntun (eða 15 ár, fer eftir kringumstæðum). Umsækjendur geta aðeins sótt um nám í sínum sérgreinum eða á skyldum sviðum. Skilyrði er að þeir séu fæddir á eða eftir 2. apríl 1970. Umsækjendum er bent á að hafa samband við prófessor í þeim háskóla í Japan sem þeir hyggjast hefja nám við og fá staðfestingu á skólavist. Upplýsingar um skóla og prófessora má fá hjá Sendiráði Japans.

Nemar geta valið á milli heimspeki, félagsvísinda og náttúrufræði eða námskeiða sem tengjast þesskonar fræðslu. Kennslusvið eins og þjóðlegar list- og menningargreinar sem ekki eru í japönskum háskólum eru ekki í boði.

Nemar verða að vera í góðu andlegu og líkamlegu ástandi. Verða að hafa áhuga á að læra japönsku og veða að koma til Japans 1. – 7. apríl 2005 eða 1. – 7. október 2005.

Ég er að spukulera í því að sækja um þennan styrk, þ.e. ef ég klára einhvern tímann B.S. námið. Þrátt fyrir að líkurnar séu kannski mér í óhag, þar sem ég er nú ekki besti námsmaðurinn, þá sakar ekki að reyna. Mér skilst að styrknum sé úthlutað á hverju ári.

Ég meina, flug og skólagjöld greidd og ca. 110.000 kall á mánuði í styrk, það er alls ekki slæmt. Fá að læra sitt fag í Japan, mér skilst að þeir séu mjög framarlega í sameindalíffræði. Læra svo japönsku í leiðinni, það er bara töff. Hvað hef ég að tapa?

Besti mótmælasöngurinn

Sá á mbl.is að lag Bob Dylans frá 1963, Masters of wars, var valið besta mótmælalag allra tíma í kosningu tímaritsins Mojo. Enda er það magnað lag með hárbeittum texta. Það væri óskandi að menn tæku sér boðskap þess til eftirbreytni.

Masters of wars Come you masters of war You that build all the guns You that build the death planes You that build the big bombs You that hide behind walls You that hide behind desks I just want you to know I can see through your masks

You that never done nothin’ But build to destroy You play with my world Like it’s your little toy You put a gun in my hand And you hide from my eyes And you turn and run farther When the fast bullets fly

Like Judas of old You lie and deceive A world war can be won You want me to believe But I see through your eyes And I see through your brain Like I see through the water That runs down my drain

You fasten the triggers For the others to fire Then you set back and watch When the death count gets higher You hide in your mansion As young people’s blood Flows out of their bodies And is buried in the mud

You’ve thrown the worst fear That can ever be hurled Fear to bring children Into the world For threatening my baby Unborn and unnamed You ain’t worth the blood That runs in your veins

How much do I know To talk out of turn You might say that I’m young You might say I’m unlearned But there’s one thing I know Though I’m younger than you Even Jesus would never Forgive what you do

Let me ask you one question Is your money that good Will it buy you forgiveness Do you think that it could I think you will find When your death takes its toll All the money you made Will never buy back your soul

And I hope that you die And your death’ll come soon I will follow your casket In the pale afternoon And I’ll watch while you’re lowered Down to your deathbed And I’ll stand o’er your grave ‘Til I’m sure that you’re dead
Bob Dylan

Strætó er drasl

Ég lenti í þeirri yndislegu lífsreynslu í gær á leið minni í skólann að strætógarmurinn bilaði á leiðinni. Þurftum við farþegarnir því að gjöra svo vel og bíða eftir næsta vagni. Mætti því of seint í skólann.

Síðan hef ég verið að skoða nýja leiðakerfið og þrátt fyrir að það sé sumt gott í því, þá sýnist mér að ég hafi ekki lengur aðgang að þægilegri leið í skólann með Strætó. Ég tek það þó fram að ég renndi aðeins yfir tillögunar.

Ég neyðist því til að kaupa mér jeppa fyrir næsta skólaár.

Nörd

Já ég er að breytast í hrikalegt tölvunörd. Ég er alltaf að spjalla við hina og þessa gauka á spjallborði Vantrúarvefsins. Það er þó frekar svona pointlaust eitthvað, en samt einnig skemmtilegt á hallærislegan hátt. Þeir segja: „Guð er til“ og ég og hinir á Vantrú segja „Nei“. Ég hvet þó alla trúarnöttara til að koma á spjallborðið og boða fagnaðarerindið. Það er ekkert gaman að tala við fólk á spjallborðum sem maður er algerlega sammála :þ