Archive for febrúar, 2004

Askja

Þá er það komið á hreint, nýja Náttúrufræðahúsið heitir Askja héðan í frá. Ég veit ekki alveg með þetta nafn, það er líklega ágætt bara. Spurningin er hvort að ég þekki einhvern sem stakk upp á þessu nafni? Hmmm

Nú verður semsagt talað um að fara upp í Öskju í tíma, magnað.

Framtíðin

Í gærmorgun um hálfátta leitið stóð ég í strætóskýlinu mínu og beið eftir strætó nr. 7 sem ferjar mig daglega niður í Háskóla. Sólin var að koma upp og skein beint á mig úr austrinu, úr þeirri átt sem strætóinn kemur. Síðan sá ég í gegnum sólskinið að strætó var á leiðinni. En það var eitthvað öðruvísi við þennan strætó. Ég sá ekki beint hvað það var því sólin var í augunum á mér en hann virtist aðeins hærri en venjulega. Síðan áttaði ég mig á því að það heyrðist öðruvísi vélahljóð úr þessum, hann suðaði einhvern veginn en gekk ekki með taktföstum hljóðum. Þegar að hann kom nær sá hvað var í gangi, þetta var ekki hefðbundinn strætó knúinn af Carnot-vél heldur vetnisstrætó knútinn af fríorkuvél. Í stað brunavélar sem hefur um 20% orkunýtingu var hér kominn strætó með 60% orkunýtingu og þar að auki geypilega umhverfisvænn því að ekkert nema vatnsgufa kemur frá honum.

Ég hoppaði hæð mína af gleði. Nú fengi ég loksins að fara með vetnisstrætó fyrst búið er að skipa honum á leið sjö. Fyrst braut ég lög og almannareglu og spjallaði aðeins við vagnstjórann um farkost þennan og kosti og galla. Síðan settist ég og í stað þess að hlusta á útvarpið sem ég er vanur þá sat ég og hlustaði á suðið í efnarafölunum sem hvarfa vetni við súrefni til orkumyndunar. Þessi vélatónlist framtíðar hljómaði ljúflega í mínum eyrum.

Af ofangreindri færslu má sjá hvernig líf mitt er orðið tilbreytingarsnautt. Að fá far með vetnisstrætó er í alvöru það merkilegasta sem kom fyrir mig í þessari viku. Lýsi eftir lífi mínu sem týndist upp í Bókhlöðu fyrir nokkru síðan.

Neeeeeeeiiiiiii

Hver stendur fyrir þessu??!?! Afhverju eru komnar auglýsingar frá einhverjum Biblíubrjálæðingum og Sköpunarsinnum á síðuna mína! Ég skal finna þann sem stendur fyrir þessu og flá hann lifandi á afar ókristilegan máta!

Ástralíublogg

Sá að Erna Sif er að blogga frá Ástralíu. Hvað er með þessa betri bloggara? Annar hver maður að dandalast í útlöndum meðan að ég er hérna skjálfandi upp á klakanum……

Hommahatarinn Bush

Er þetta upphlaup Bush, með að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna til að banna hjónabönd samkynhneigðra, eitthvað annað en tilraun til að ná atkvæðum íhaldssamra kjósanda? Er hann hræddur um að Kerry steli þeim frá honum og reynir því að vera enn íhaldssamari en Kerry, sem einnig er á móti hjónaböndum samkynhneigðra?

Eða er Bush bara hommahatari sem er að reyna að klekkja á hommum og lesbíum með því að mismuna þeim í sjálfri stjórnarskránni? Taka upp mismunum eftir kynhneigð, segja að einhverjir ákveðnir séu annars flokks fólk vegna sinnar kynhneigðar. Afhverju kynhneigðar? Afhverju ekki bara litarhafts líka, stjórnmálaskoðanna, trúarbragða? Afhverju ekki að setja inn í stjórnarskrá þeirra bann við giftingu grænmetisæta og níhílista?

Málið er að George W. Bush er virkilega heittrúaður kristinn maður, ég efast um að hann trúi á þróunarkenninguna eða aðrar slíkar villutrúr. Biblían bannar samkynhneigð og því er Bush á móti henni. Af því að það stendur í einhverri bókaskruddu hvernig við eigum að hugsa þá hugsa ótrúlega margir eins og bókin boðar.

Hættum að láta segja okkur hvernig við eigum að hugsa. Hugsum bara.

Guð er til

Já ég hef fundið sannanir fyrir því að Guð sé til. Ekki eina heldur ríflega 300 stykki af sönnunum eru á þessari síðu. T.d. eru þessar skemmtilegar og óhrekjanlegar:

11: ARGUMENT FROM CREATION
(1) If evolution is false, then creationism is true, and therefore God exists.
(2) Evolution can’t be true, since I lack the mental capacity to understand it; moreover, to accept its truth would cause me to be uncomfortable
(3) Therefore, God exists.

83: ARGUMENT FROM POSTMODERNISM
(1) I’m going to prove to you that God exists.
(2) [insert any of the other arguments on this page in here]
(3) [Atheist refutes argument]
(4) I cannot prove there is a God anymore than anyone of us can prove we really exist in a tangible world.
(5) Therefore, God exists.

171: ARGUMENT FROM STUPIDITY
(1) I am stupid.
(2) God made man in his own image.
(3) There are all horrible disasters going around the world.
(4) God is omnipotent in power.
(5) God is too stupid to do anything about these things.
(6) Therefore, God exists.

187: ARGUMENT FROM BEER (II)
(1) Christian: Whatever you believe in is your god.
(2) Atheist: I believe I’ll have another beer.
(3) Ha ha.
(4) Therefore, God exists.

198: ARGUMENT FROM THERMODYNAMICS
(1) The Second Law of Thermodynamics says that a closed system tends to disorder.
(2) The universe is ordered.
(3) Therefore, God exists.

330: ARGUMENT FROM WHAT MAKES SENSE
(1) Doesn’t it just make more sense that an all-knowing, all-powerful, all-good deity created the world out of nothingness, from magic, essentially, and then punished us for eating a piece of fruit, and then incarnated himself in human flesh and came down to shed his own blood so he could break his own rules, and then went through hell on a temporary basis and then went back into the sky and promised to come back and take everyone who believed in him to this heaven no one has ever seen?
(2) Well, doesn’t it?
(3) Therefore, God exists.

Gaman gaman

Alltaf skemmtilegt að rífast á blogginu. Þrátt fyrir að framtak umhverfisráðherra í málefnum hafsins sé góðra gjalda vert Guðjón þá er það gríðarleg einföldun að segja að allir bændur sem hafa lent illa í því séu kotbændur. Helsta vandamálið í þessu öllu saman er handónýtt kerfi sem þarf að stokka upp og það verður ekki gert undir stjórn Framsóknar.

Trúleysið ágerist

Kannski ég segi frá tölvupóstinum óvænta betur. Mér var boðið að taka þátt í þeim félagsskap sem stendur að vefritinu Vantrú.net. Þetta kom á óvart því að ég þekki ekkert til þeirra sem standa að því riti en líklega hefur það eitthvað að gera með komment sem ég laumaði inn á síðuna þeirra fyrir nokkru síðan.

Ég samþykkti það að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að ég gæti líklega ekki verið mikið virkur vegna anna í námi. Nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta félag á eftir að þróast.

Bændur og umhverfið

Langar bara til að benda Guðjóni vini mínum á það að bændur hafa ekki haft það jafn skítt í áratugi og í dag þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn hafi átt landbúnaðarráðuneytið í fjöldamörg ár. Umhverfisráðuneytið er svo bara djók í þessari ríkisstjórn, lætur öll stóriðjuáform yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust.

Framsókn hvað?

Guðjón heldur því fram að ef Framsókn væri yfir menntamálaráðuneytinu þá væri ástandið betra í Háskóla Íslands. Gott og vel, ég ætla ekki að mótmæla því sérstaklega því erfitt er að gera verr en Sjálfgræðiflokkurinn hefur gert. Hins vegar er það augljóst mál að ef menn væru ekki alltaf að asnast til að kjósa Framsókn þá væri enginn Sjálfstæðisflokkur við völd. Framsóknarflokkurinn er pólitísk vændiskona sem gerir allt til að halda sér í stjórn, til þess eins að halda sér í stjórn.

Vegna þessa hefur flokkur sem alltaf er með þriðjung atkvæða í kosningum ráðið hér öllu í 13 ár. Þetta finnst mér slappt lýðræði og allt er þetta að kenna flokkum sem sem leika tveimur skjöldum í pólitík, Framsókn og gamla Alþýðuflokknum.

Þeir halda því fram að þetta sé góð taktík til þess að koma sínum málum að. Ég veit ekki hvaða mál það eiga að vera sem eru svo stórkostleg að þau réttlæti þennan leikaraskap.