Archive for janúar, 2004

Stríðið gegn hryðjuverkum

horseback.jpg

Mórall

Það er alltaf erfitt að þurfa að bregðast fólki, sérstaklega þegar að mikið liggur við. Svona er maður takmarkaður einstaklingur eftir allt saman.

Joe Lieberman

Mér hefur alltaf verið í nöp við Joe Lieberman, kannski hafði ég rétt fyrir mér til tilbreytingar.

Fundur

Nú fer ég á fund hjá Háskólalistanum, sit og drekk bjór og hlusta á stúdentapólitíkusa. Vona að Háskólalistinn eigi eftir að styrkjast enn frekar á þessu ári og ná oddaaðstöðu í Stúdentaráði. Þá verður hann Framsóknarflokkur stúdentapólitíkarinnar :þ

Myndaskortur

Maður þyrfti nýta þessa myndavél betur og fínu myndasíðuna sem Óli sansaði fyrir mig. Segir sitt um líf mitt að ég hef ekkert til að taka myndir af.

Seminar

Nú er ég byrjaður á mínum fyrsta opinbera seminar fyrirlestri. Ég hef haldið fyrirlestra áður en það var einhvern veginn minna formlegt. Núna er búið að velja verkefni og fékk ég efnið sjálfkrafa stökkbreytingar. Einnig þurftum við að skrá okkur hjá öðrum í hlutverk spyrla sem þýðir að við þurfum að kynna okkur þeirra verkefni einnig. Ég valdi að spyrja um hliðlægan genaflutning í þróun dreifkjörnunga og stökkla sem tæki til rannsókna í örverum. Ég hugsa að þessi kúrs, sameindaerfðafræði, sé einn af þeim erfiðustu sem ég hef komist í enda reka margir upp stór augu þegar að ég segist hafa skráð mig í hann. Þá aðallega stígvélafólkið að sjálfsögðu.

Mín aðalheimild er 25 bls. vísindagrein eftir mann að nafni Hisaji Maki. Var að prenta hana út og það er varla að maður skilji abstraktið. Áður en ég fór í háskóla var ég frekar rólegur og yfirvegaður maður sem hafði áhyggjur af fáu. Núna er ég stressaður, áhyggjufullur maður sem fer örugglega brátt að missa hárið af álagi og skrefunum yfir á Klepp fer fækkandi með hverjum degi.

Já, glassúrinn og glamúrinn sem fylgdi því að sleppa úr vinnunni og komast í skólann er farinn. Eins og regn á fjalli.

Ummæli dagsins

Sá þetta í grein eftir Ármann J. á Múrnum í dag.

Af þessu öllu má ráða að „raunveruleikaþættirnir“ fylgja formi sápuópera mjög ákaft en eru síður en svo verr leiknir eða framleiddir en flestar þeirra. Þrátt fyrir hina augljósu sviðsetningu eru þeir sjálfsagt ívið raunsærri en t.d. Leiðarljós og Glæstar vonir. Fyrir utan þá staðreynd að í lokin vinnur einhver milljón sem ævinlega virðist gott sjónvarpsefni — a.m.k. hefur fólk látið sig hafa það í 17 ár að horfa á kúlur snúast í fimm mínútur, bara vegna þess að einhver getur unnið milljón í lokin.

Mars

mission_to_mars.jpg

Helgin

Það var tekið aðeins of mikið á því yfir helgina. En smá veruleikaflótti er nauðsynlegur af og til.

Mér finnst allt í einu Spaugstofan vera fyndinn þáttur. Ég veit ekki hvernig það gerðist, brandararnir eru einhvern veginn beinskeyttari og alltaf verið að rakka niður stjórnina, ég er alltaf mjög hrifinn af því.

Lærði í vikunni afhverju það eru sjö dagar í viku. Það er ekki komið úr Biblíunni eins og ég gerði ráð fyrir. Lærði líka afhverju árið 2000 var hlaupár en ekki árið 1900. Almenn stjarnvísindi eru bara full af tilgangslausum en skemmtilegum fróðleik. Enda er enginn fróðleikur tilgangslaus þannig séð.

Gaman að sjá í 60 mínútum þegar að sjálfur Turkmenbashi var sóttur heim. Þetta land, Túrkmenistan er svo bilað að það er fyndið.

Jesú og Playstation 2

Krakkar geta tekið Jesú Kristi sem frelsara sínum og fengið ókeypis Playstation 2 :þ