Ugly naked guy

Í gær gekk ég út á svalir á heimili mínu að Ásgarði, Bústaðahverfi. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að mér varð litið yfir í næsta hús. Á efstu hæðinni þar var maður að strauja skyrtuna sína, ber að ofan. Mér varð dálítið hverft við og leit undan. Hugsaði svo, mér hlýtur að hafa missýnst og leit aftur. Þá gekk maðurinn inn í íbúð sína, frá glugganum og kom í ljós að hann var ekki bara ber að ofan heldur ber, punktur.

Ég er semsagt með einhvern natúralista í næsta húsi. Sagt er að sést hafi til naktrar konu í sömu íbúð þannig að þetta eru einhverjar hippar örugglega eða þaðan af verra. Ég þori varla út á svalir til að skoða stjörnurnar lengur.

Lokað er fyrir andsvör.