Arísk upprisa

Af umræðum á netinu sem ég sá vísað í hjá Munda uppgötvaði ég tilvist samtakanna Arísk upprisa. Þessi samtök kenna sig við þjóðernissinnaðan sósíalisma eða nasisma og virðast vera full alvara með þessu. Þetta virðist vera einhver grein úr samtökum íslenskra þjóðernissinna. Ég á erfitt með það hreinlega að trúa á tilvist slíkra samtaka. Hvað gengur fólki eiginlega til?

Þarna eru birtar greinar um hvernig Gyðingar ráða heiminum, hvernig helförin var uppspuni, hvernig vegið er að hvítu fólki og að það sé í útrýmingarhættu og bla bla bla. Ég er orðlaus, hreinlega. Get ekki sagt meira um málið.

Mér skilst að batman.is hafi einhvern tíma hlekkjað í síðuna þannig að einhverjir kannast við hana. Hvernig væri að draga þetta fólk fram í dagsljósið og fá það til að tjá sig um málefni sín? Það á eftir að gera sig að athlægi en það kenndi þeim kannski eitthvað. Reyndar held ég að það sé ekki hægt að kenna svona hlandvitlausu fólki nokkurn skapaðan hlut.

Lokað er fyrir andsvör.