Archive for nóvember, 2003

Tungulipurð

Í vikunni sparaði ég fyrirtækinu sem ég vinn hjá ca. 37 þús. krónur eingöngu fyrir það hversu rökfastur og ábyrgðarfullur ég er þegar kemur að því að tala við misvitra gólf- og veggflísasölumenn í Kópavogi.

Ég ætti að fara fram á einhvers konar kaupréttarsamning fyrir þetta :p

Náttúrufræðahúsið

Nú er loksins, loksins búið að leggja hornstein að Náttúrufræðahúsinu. Ég held að aðrir stúdentar í HÍ (þ.e. sem eru ekki í líf-, land, eða jarðfræði) gera sér ekki fyllilega grein fyrir hversu mikil bylting þetta á eftir að vera fyrir náttúrufræðigreinarnar. Ég á ekki eftir að sakna Grensás þótt að það hafi ekki verið slæmt hús að öllu leiti. Það sem aðalega er eftirsjá í er það að þetta var okkar hús sem við gátum nýtt fyrir bjórkvöld og eftirpartý o.þ.h. Hins vegar verður öll aðstaða (vonandi) mun betri til kennslu og rannsókna á nýja staðnum plús það að hann verður á háskólasvæðinu sjálfu. Aldrei aftur þurfa stúdentar að fara upp á Grensás, Ármúla, Læknagarð eða what ever til þess eins að komast í tíma. Allt á sama stað, það er alveg málið.

Útvarp

Skonrokk og Rás 2 eru að mínu mati bestu útvarpsstöðvarnar. Ég hlusta yfirleitt þó á Skonrokk í vinnunni þar sem meira er spilað af tónlist á henni. Það er þó einn stór galli á Skonrokki að þeir eru með afar lítinn lagalista. Ég skil þetta ekki alveg, kostar það kannski meira að hafa fleiri lög á lagalistanum eða hvað? Ég meina það eru til fleiri Bítlalög en Back in the USSR, fleiri góð lög með David Bowie heldur en Ziggy Stardust, önnur Stones lög heldur en It’s only rock’n roll but I like it. Einnig er mikið spilað Fjöllin hafa vakað með Egó, einhvert lag um mann sem ilmar eins og vaselín og fær gylltar sturtur í S&M klúbbnum sínum, I put a spell on you með hásum blökkumanni, lagið frá Nýdönsk um manninn sem þarf alltaf að hjálpa upp því hann er alltaf að ímynda sér að hann sé að drukkna o.s.frv. o.s.frv.

Ég vil að Skonrokk víkki út lagalistann sinn, þetta er eiginlega farið að verða vandræðalegt þetta ástand hjá þeim.

Queer eye for the straight guy

Fimm hómósexúal gaurar taka einn heterosexúal gaur fyrir og breyta honum í metrósexúal gaur.

Skrítið.

Ég horfi á þetta í sjónvarpi og hef bara gaman af.

Enn skrítnara.

Írak eftir stríð

lasso.jpg

Malt Jólabjór

Hann er bara nokkuð góður. Best er að hellla honum í glas og láta hann standa aðeins. Einnig fer hann vel með jólasmákökum.

Babelfiskurinn

Í The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy segir um Babelfiskinn:

Babelfiskurinn er lítill og gulur, ekki ólíkur blóðsugu og líklegast furðulegasta fyrirbæri alheimsins. Hann nærist á heilabylgjuorku sem hann vinnur, ekki úr þeim sem ber hann, heldur þeim sem eru umhverfis hann. Hann sýgur í sig ómeðvitaðar heilabylgjur úr heilabylgjuorkunni til næringar. Síðan sendir hann fjarskynjunarmót inn í huga þess sem ber hann, framleidd með því að sameina meðvituðu heilabylgjurnar og taugaboð sem hann fær úr talstöðvum heilans sem sendi þær. Nytsamleg afleiðing alls þessa er að þú getur undir eins skilið það sem er sagt við þig á hvaða tungumáli sem er ef þú setur babelfisk inn í eyrað á þér. Talstöðvarnar, sem þú heyrir í rauninni í, þýða heilabylgjurnar sem Babelfiskurinnn sendir inn í huga þinn.

Þar sem það er svo undarlega, ósennileg tilviljun að eitthvað svo yfirþyrmandi notadrjúgt skuli hafa þróast algjörlega tilviljanakennt, hafa sumir spekingar litið á þetta sem staðfasta lokasönnun þess að Guð sé ekki til.

Rökin fyrir því eru eitthvað á þessa leið:

„Ég neita að sanna að ég sé til,“ segir Guð, „því sönnunin afneitar trúnni og án trúarinnar er ég einskis virði.“

„En,“ segir maðurinn, „babelfiskurinn er óræð sönnun þess, er það ekki? Hann gæti ekki hafa þróast fyrir tilviljun. Hann sannar að þú ert til og þess vegna, með þínum eigin rökum, ertu ekki til. QED.“

„Almáttugur!“ segir Guð. „Ég hafði ekki hugsað út í það,“ og er þar með blásið í burtu af rökfræðinni.

„Þetta var auðvelt, “ segir maðurinn, snýr sér að því að sanna að svart sé hvítt og lætur lífið á næstu gangbraut.

Flestir guðfræðingar halda því fram að þetta samtal eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum en það hindraði Oolon Colluphid ekki í því að græða örlítið fé þegar hann notaði það sem meginþema metsölubókar sinnar: „Jæja, nú er endanlega úti um Guð!“

Á sama tíma hefur aumingja babelfiskurinn með því að ná árangri í því að brjóta niður allar hindranir munnlegra samskipta milli ólíkra kynstofna og menningarsamfélaga valdið fleiri og blóðugri styrjöldum en nokkurt annað fyrirbæri sköpunarsögunnar.

Datt þetta textabrot í hug í dag því að nú vilja allir spjalla um Guð þegar að ég segist vera búinn að stinga af úr Þjóðkirkjunni. Mér líður bara ótrúlega vel með það að hafa látið af þessu verða.

Sverrir vill að ég gangi til liðs við Samtök Herstöðvaandstæðinga í kjölfar þessa. Ég held að það sé ekki tímabært fyrir mig að ganga til liðs við þann félagsskap.

Varðandi það hvað verður um líkið af trúleysingjum þá er t.d. til nokkuð sem heitir borgaraleg útför og er hægt að fræðast um á heimasíðu Siðmenntar. Kirkjur, kapellur og kirkjugarðar þjóðkirkjunnar eru öllum opnir. Einungis þarf samþykki sóknarprests ef óskað er eftir afnotum af kirkju og dánarvottorð frá lækni. (Ég skrifa þetta hérna vegna þess að ég og Sverrir vorum einhvern tímann að spukulera í þessu.)

Annars verður kannski fínt að vera smurður bara og hafður til sýnis :p

Farinn úr Þjóðkirkjunni

Jamm, var að skoða síðuna hennar Guðrúnar Helgu og sá þar hlekk á Vantrú.net. Ég hef reyndar skoðað þessa síðu áður en ég fór á hana í dag og sá þar eyðublaðið til þess að skrá sig í og úr trúfélögum. Þannig að ég gerði það sem ég ætlaði að gera fyrir löngu síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.

Ég gæti skrifað langa langa grein um það afhverju ég skrái mig úr Þjóðkirkjunni en aðalástæðurnar eru þessar:

1) Ég trúi ekki á Guð Gyðinga, Kaþólskra, Múhameðstrúarmanna eða Lúters og hvað sem þetta heitir nú allt saman. Ég trúi á vísindi, sama til hvaða sviða þau ná.

2) Þrátt fyrir að ég tryði á Jahve þá hefur Þjóðkirkjan sjálf afskaplega óeðlilega stöðu innan samfélagsins. Ég tel brýna þörf á því nú sem aldrei fyrr að aðskilja fullkomnlega ríki og kirkju.

3) Ég skráði mig aldrei í Þjóðkirkjuna og ég vil nú fá að ráða því sjálfur hvaða félagasamtökum ég tilheyri.

Svoleiðis er það nú. Leggjum niður trúarbrögð, sama hvaða nafni þau nefnast.

The Christian resolution to find the world ugly and bad has made the world ugly and bad.
Friedrich Nietzsche

Meiri pirringur

Það er voða leiðinlegt að hafa rétt fyrir sér í ýmsum málum en vera samt alltaf í minnihluta. Meirihluti fólks er bara fífl, ég held að það sé rétt hjá Sverri anarkista.

Pirringur

Afhverju kemur alltaf einhver frikkin auglýsingasíða upp ef maður reynir að skoða bloggið hennar Rósu? Er Rósa farin að fá spons á Netinu? Pirrandi…..