Archive for október, 2003

Gleðitíðindi

Arðræningjarnir í vinnunni minni létu mig hafa risavaxinn ruslagám sem ég má fylla af rusli. Hvers getur maður frekar vænst af lífinu? Nú þarf ég ekki lengur að keyra á dauðvona Mözdu upp í Sorpu á Gufunesi frá vinnustaðnum á Álftanesi með pallinn fullan af rusli.

Annars var það best um daginn þegar að ég fékk tvo litla drengi sem ég mátti gera hvað sem er við. Ég reyndi að láta þá vinna en þetta voru svo miklir Reykvíkingar og ósjálfbjarga grey að þeir gátu varla neitt. Enda voru þeir sendir annað næsta dag.

Eymingjar….

Um Írak

Næsta laugardag verður liðið hálft ár síðan að W lýsti því yfir að stríðinu í Írak væri lokið. Síðan þá hafa 117 bandarískir hermenn fallið í Írak og hundruðir óbreyttra borgara, ef ekki þúsundir. Landið er í upplausn, ekki hefur tekist að koma á reglu í landinu, hryðjuverk eru framin nánast daglega og alþjóðleg samtök s.s. Rauði Krossinn og Sameinuðu Þjóðirnar eru farin að flytja fólk burt frá landinu. Ekki hefur fundist tangur né tetur af Saddam Hussein né þessum frægu gjöreyðingarvopnum. Þeim fer því sífellt fækkandi sem reyna að bera blak af innrásarríkjunum Bandaríkjunum og Bretlandi en rök stuðningsmanna þeirra verða sífellt veikari með hverjum deginum sem líður.

Stríðið hefur þó kannski haft þau jákvæðu áhrif að fólk lætur ekki plata sig jafn auðveldlega næst þegar að stríðshaukarnir í Pentagon blása til næstu orrustu í Stríði gegn hryðjuverkum. Eða það vonar maður. Sverrir hefur haft á síðunni sinni nú í nokkra mánuði teljara sem telur mannfall meðal óbreyttra borgara í Írak. Hann er nú á bilinu 7784-9596 manns sem er alveg óhugnalega mörg mannslíf. Ég setti að gamni annan teljara á mína síðu í kvöld. Það er teljari sem telur kostnaðinn við stríðið í USA dollurum sem mörgum hægri manninum finnst örugglega hræðilegri heldur en líkteljarinn. Núna stendur hann í rúmlega 82 milljörðum dollara. Það er hellings peningur……

Kani

Ég lenti í því í morgunkaffinu í gær að falla tvisvar á Kanasögn í Kana. Það þýðir bara 100 stig í mínus. Ömmó.

Hvar er Siggi?

Hvað varð um Sigga Tomm? Hann fór til Spánar fyrir um mánuði síðan og hefur ekkert heyrst frá honum síðan. Eina heimildin um að hann sé á lífi eru tvö stutt blogg á síðunni hans og munnleg heimild frá Adami, sem kom reyndar á MSN sem ég veit ekki hversu áreiðanleg sú heimild er (Sverrir og Jakob vita það örugglega). Ætli menningarsjokkið sem hann minntist á hafi gengið endanlega frá honum? Hefur ETA kannski rænt honum? Er Siggi búinn að fara á nautaat?

Það eru margar spurningar á lofti sem krefjast tafarlausra svara. Ég vil fá fréttir frá Barcelona.

Ræfilskvæði

Ég er réttur og sléttur ræfill,
já, ræfill, sem ekkert kann.
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan
myndi gera úr mér afbragðs mann.

Ef til vill framsóknarfrömuð,
því fátt er nú göfugra en það,
og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju
með saltfisk í hjartastað.

En allt lýtur drottins lögum,
í lofti, á jörð og í sjó.
Ég eltist og snýst við minn eigin skugga
og öðlast ei stundar ró.

Sem réttur og sléttur ræfill
ég ráfa um stræti og torg,
með hugann fullan af hetjudraumum,
en hjartað lamað af sorg.

Steinn Steinarr

Fannst þetta viðeigandi svona á þessum síðustu og verstu……

Endurreisn Íraks

lasso.jpg

Skondið

Ég fékk SMS kl. kortér í 6 í morgun þar sem spurt var hvort að ég væri niðrí bæ. Þá var ég búinn að vera sofandi í fimm og hálfan klukkutíma. Það er naumast að fólk hefur bæði úthald og trú á mér.

Annars var ég að vinna í gær og nennti engu eftir daginn. Það er alveg gríðarlegur sparnaður fólginn í því að vinna á laugardögum. Þá fer maður ekki út á föstudagskvöldum og nennir því ekki á laugardagskvöldum. Svo er það í umræðunni á vinnustaðnum að taka einhverja sunnudaga í vinnu. Þá verður gaman að lifa, ég hef fundið vinnualkann í mér aftur og týnt þessum hversdagslega alka einhversstaðar niðrí bæ.

Feginn er ég.

Shit happens

Ef þið voruð búin að gleyma því…….

Hvað er að ske?

Hvað er með allt þetta kossaflangs í vísindaferðum hjá Haxa núorðið? Maður fær netta velgju við að skoða þessar myndir….. :þ

Af Satani

Skemmtileg grein af Kreml um nýjan aðstoðarlandvarnarráðherra í Kanalandi. Hann virðist líta á Bandaríkin sem land guðs og W er stríðsmaður Bush sem berst við Satan í húlíganalöndum úti í heimi. Gaman að svona menn ráða heiminum……..