Archive for júlí, 2003

Óvinafagnaður

Síðasta skáldsaga sem ég las var Óvinafagnaður eftir Einar Kárason. Las ég hana í flugvélum og hótelum á meðan Tælandsför minni stóð. Þetta var stutt, lipur og skemmtileg skáldsaga og hafði ég gaman af henni. Nú er það nýjasta nýtt að Friðrik Þór ætlar að gera kvikmynd eftir þessari bók. Ekki nóg með það heldur verður þetta dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Norðurlöndunum frá upphafi, kostar um 1500 millur. Ég er reyndar dálítið hissa því að þessi bók hentar ekki sérstaklega vel til þess að gera mynd eftir. En ég hef svosem fulla trú á að Friðrik takist þetta……..

Her

Umræðan um herinn hefur farið hátt undanfarnar vikur og sýnist sitt hverjum. Ef Kaninn fer fyrir fullt og allt af Keflavíkurflugvelli hvað gerist þá? Eru Íslendingar nauðbeygðir til að stofna sitt eigið herlið til að verja land og þjóð fyrir hugsanlegum innrásaraðilum eða á kannski að biðla til annarar þjóðar um hervernd? Eða skiptir þetta yfirhöfuð nokkru máli?

Þeir hagsýnu benda á tekjurnar sem Íslendingar hafa haft í gegnum tíðina af herstöðinni og atvinnuna sem hersetan hefur skapað. Ég spyr, er það eitthvað sem er sjálfsagt og eðlilegt að Íslendingar séu stöðugt á einhvers konar sveitastyrk hjá Bandaríkjastjórn? Ætlumst við til þess endalaust að Kaninn gefi okkur pening og hervernd okkur að kostnaðarlausu? Vissulega er alltaf eftirsjá í töpuðum störfum en það verður að skoða hlutina í víðara samhengi.

Ég er persónulega á því að herinn á Íslandi sé tímaskekkja, líkt og ÁTVR, og eigi að yfirgefa landið hið bráðasta. Ég vil ekki hafa atvinnumorðinga og drápstól Bandaríkjamanna hér á landi, hér á ekkert slíkt heima. Á tímum Kalda stríðsins var nauðsynlegt fyrir Kanann að hafa herstöð staðsetta hér en nú er öldin önnur.

Ég hreinlega skammast mín þegar að ég fylgist með framferði íslenskra ráðamanna sem geta ekki hugsað sér að tapa herstöðinni. Mér þykir það leiðinlegt að fólk skuli láta pólitískan rétttrúnað ganga fyrir almennri skynsemi í málum sem þessum. Einnig eru fjölmiðlarnir duglegir að hamra á áróðrinum með því að fræða okkur um hversu mörgum mannslífum þyrlur varnarliðsins hafa bjargað og hvernig íslenskur fasteignamarkaður á eftir að hrynja verði allar varnarliðsíbúðirnar seldar o.s.frv.

Fróðlegt er að fylgjast með Frelsinu þessa dagana. Skyndilega eru menn þar orðir harðir íhaldsmenn sem styðja stofnun íslensks herliðs og þeir sem dirfast að hafa aðrar skoðanir en þeir er rakkaðir niður. T.d. er Deiglufólkið í nýlegri grein sagt hlynnt undir Samfylkinguna, sem hlýtur að teljast gróf móðgun svona frá hægri manni til hægra manna :) Hins vegar eru allar greinar sem styðja hugmyndir um íslenskan her sem birtast á þessu vefriti að sama marki brenndar. Í engri þeirra er fjallað um praktískar hliðar málsins, hvað á herinn eftir að kosta skattgreiðendur í krónum talið? Ljóst er að stofnkostnaðurinn hleypur á tugum milljarða króna og reksturinn á eftir að kosta dopíu af peningum.

Hvað stöndum við svo uppi með þegar við höfum komið okkur upp einhvers konar her? Við munum ekki eiga her sem getur barist við neinn annan her frá löndunum í kringum okkur, fámennið hér á Íslandi sér til þess. Við munum ekki eiga her sem getur varið okkur fyrir hryðjuverkaárásum, langöflugasti her heimsins gat ekki varið sig fyrir árás á höfuðstöðvar sínar í Wasington. Við munum sitja uppi með rándýrt ríkisbákn, her með öllu því sem honum fylgir; herskyldu, leyniþjónustu, ofbeldisdýrkun og öllum þeim pakka sem er svo alveg vitagagnslaus.

Við Íslendingar eigum núna einstakt tækifæri til að sýna heiminum að gott samfélag getur vel þrifist án þess að vera undir stöðugri hervernd. Skoða ætti aðrar lausnir á þessum „vanda“ en að hafa hér áfram her. Væri ekki skynsamlegra að leita að hófsamari og raunhæfari lausnum eins og eflingu Landhelgisgæslunnar og víkingasveitar lögreglunnar? Í rauninni finnst manni vanta spaklegri umræður um þetta mál. Flestir virðast fara bara eftir flokkslínunni í þessum málum og virðast ekki geta hugsað sjálfstætt.

Ég verð þó að viðurkenna það að ég bíð með tilhlökkun eftir þeim degi þegar að varnarliðið yfirgefur landið fyrir fullt og allt. Þá verður slegið upp grillveislu og teiti, það er nokkuð ljóst…….

Afmæli

Ég vil óska Jóni Heiðari til hamingju með afmælið í dag. Hann lengi lifi, húrra húrra húrra!

Pólitíkin

Jamm, setti nokkra pólitíska hlekki á síðuna mína. Glöggir lesendur taka kannski eftir því að þeir koma fyrst sem eru hvað mest í náðinni hjá mér og síðan lækkar virðingin eftir því sem neðar dregur. Botninn er svo vændiskona íslenskra stjórnmála, framsóknarmaddaman sjálf. Ég er enn ekki búinn að jafna mig á síðustu kosningum. Afhverju eru Íslendingar svona ginnkeyptir fyrir auglýsingaskrumi?

Tælandsmyndir

Nokkrir framtakssamir líffræðingar hafa sett alveg heilan haug af myndum frá Tælandi á Netið. Mér sýnist við fyrstu sýn að þetta sé í kringum 1500 myndir þannig að þeir sem hafa áhuga geta kíkt á þetta.

Það svoleiðis hrannast upp minningarnar við að skoða þetta. Ég hafði kannski átt að fara með einhverja myndavéladruslu út, en það er of seint að spukulera í því núna………

Viðeigandi í dag

Ósnotur maður
þykist allt vita,
ef hann á sér í vá veru.
Hitt-ki hann veit
hvað hann skal við kveða,
ef hans freista firar.

Ósnotur maður er með aldir kemur, það er best að hann þegi. Engi það veit að hann ekki kann, nema hann mæli til margt. Veit-a maður hinn er vætki veit, þótt hann mæli til margt.

Ég hef gert þau grundvallarmistök að gleyma að fylgja boðskap Hávamála. Það ætti aldrei að henda mann.

Kamrar og samgöngur

Í dag þegar að ég mætti í vinnuna þá lá kamarinn okkar á framhliðinni. Einhverjir krakkar höfðu leikið sér að því um helgina að velta honum. Tveir hugaðir menn (hvorugur ég) tóku sig til og veltu honum á réttan kjöl. Svo skemmtilega vildi til að nokkuð langt er síðan að kamarinn var tæmdur síðast. Því gusaðist nokkuð af brúnum, velilmandi massa gegnum hurðina og á jörðina. Svo skemmtilega vill til að kamarinn er staðsettur nokkra metra frá kaffistofunni okkar góðu og því þurfti ég að ganga fram hjá honum á leiðina í mat og kaffi. Það var ekki beint lystaukandi…….

Nú er allt vitlaust á Siglufirði vegna frestunar á gagnagerðinni. Ég er ekki beint á móti þessari gagnagerð en það er svo margt annað og betra hægt að gera við peningana. Sem vinstrimaður, haldinn sjúklegum miðstýringarlosta þá vil ég t.d. sjá meira fé lagt í heilbrigðis- og menntakerfið. Einhver Siglfirðingur kallaði göngin „arðbæra framkvæmd“ í fréttunum um daginn. Má ég spyrja, hvernig fá menn það út og má ég sjá þá útreikninga…… Ég trúi því ekki að þessi framkvæmd sé arðbær, hreinlega ekki.

Fór og tók „The World’s Smallest Political Quiz“ og komst að því að ég er Left-Liberal. Um þá segir: Left-Liberals prefer self-government in personal matters and central decision-making on economics. They want government to serve the disadvantaged in the name of fairness. Leftists tolerate social diversity, but work for economic equality.

Þar hefur maður það. Ég er hvað……. frjálslyndur vinstri maður. U.þ.b. 1,9 milljón manns hafa tekið prófið og þar af voru um 36% Libertarian, 30% Centrist (Framsóknarmenn?), Left-Liberal 19%, Right-Conservative 7% og Authoritarian 8%. Mér finnst persónulega vanta fleiri Left-Liberal menn í þennan heim. Þetta er þó frekar tæpt próf, einungis níu spurningar sem eiga að skera úr um það hvernig manneskja maður er. Er það kannski allt sem þarf?

Þakkir fær……

Guðrún Helga fyrir að kenna mér að laga nafnið mitt í Blogger. Var orðinn pirraður á þessu.

Já og það eru komnar einhverjar myndir frá Tælandi upp á síðuna hennar Ingibjargar. Ef þið viljið sjá asnalega túrista og fíla þá getið þið skoðað þær…….

Sukk

Ógurlegt sukk er alltaf á manni…..

Eyðsla

Já síðan að ég fékk kreditkort get ég ekki hætt að eyða peningum. Nú ætla ég að fjárfesta í stafrænni myndavél og fara að keppa við Óla um fjöldans hylli með myndasíðu og öllu tilheyrandi. Vona bara að ég fái vel útborgað næst, þá reddast þetta alveg :þ

Ég er ekki sáttur við síðustu breytingar á Blogger því að nú heiti ég L?rus Vi? í öllum færslum. Ég er ekki viss hvort að hægt sé að laga þetta öðruvísi en að búa til nýtt account. Ef einhver hefur einhverjar snilldarlausnir á þessu þá má hann láta mig vita. Ég vil benda Sigga Tomm á að breyta síðunni sinni yfir í íslensku, það er ekki hægt að lesa þruglið þar núna fyrir spurningarmerkjum.

Aðstaða mín til tölvuvinnslu hér heima hefur stórbatnað undanfarið. Í staðinn fyrir að rýna í fartölvuna alla daga er ég kominn með 19 tommu skjá við hana, nýtt lyklaborð, prentara og mús, ekki meira snípsfitl hér á bæ :p Oddur frændi fær prik fyrir að færa þessar umbætur hingað.

Í heilt ár hef ég ætlað mér að fara á Skógaútileguna sem háskólinn heldur fyrstu helgina í júlí. Ég fór í fyrra með Renato útlendingi og ætluðum við pottþétt aftur. Núna er hins vegar Renato hættur við að fara og enginn sem ég þekki getur gefið ákveðið svar hvort hann ætli. Ég er því hættur við að fara á Skóga…… djö….