Á Góðri Stund

Jú, jú það var farið á Grundarfjörð um helgina. Þar var margt um manninn og mikið fjör. Slegið var upp tjaldbúðum heima hjá Sigga Tomm og partýað þar. Siggi grillaði á laugardaginn og heppnaðist það með ágætum. Við fórum á helstu staðina þarna í Grundó; Krákuna og Kaffi 59. Ég smyglaði mér inn á ball með Írafári seint um laugardagsnóttina, man ekki afhverju.

Við fórum í sund hjá Sigga og hann færði okkur kaffi í heita pottinn. Það var sko almennileg þjónusta þar á bæ. Ég verð að segja það að Siggi er í ótrúlega þægilegri vinnu, allavega miðað við mína vinnu. Vildi að ég hafði svona dauðar stundir til að drepa í vinnunni, þær vantar alveg hjá mér……

Á Krákunni ríkti mögnuð stemning á föstudagskvöldinu. Þar voru tveir menn á aldur við afa minn sem spiluðu lög með Brimkló á skemmtara og meðalaldurinn á dansgólfinu var sirka 73,2 ár. Aðeins var seldur flöskubjór og kostaði hann 700 kr. stykkið. (rippoff) Óli er búinn að setja inn myndir af herlegheitunum. Ég hugsa að það gæti bara orðið árviss viðburður að fara á Góða Stund, það er nauðsynlegt að fara úr bænum af og til.

Lokað er fyrir andsvör.