Tortímandinn 3

Fór í gær að sjá Terminator 3. Ekki sem verst en í samanburði við fyrri tvær myndirnar þá var þetta nú óttalega klént allt saman. Verst fannst mér að hún eyðilagði eiginlega hinar tvær myndirnar í endann, eða allavega mynd nr. 2.

Allavega þá var þetta ágætis mynd miðað við allan sorann sem streymir frá Hollywood. En samt voru tæknibrellurnar hálfgerð vonbrigði og eiginlega var mynd nr. 2 flottari í þeim efnum. En mér er farið að finnast þessi pistill of nördalegur og því hef ég hann ekki lengri.

Lokað er fyrir andsvör.