Útilegur

Jamm, fór í útilegu í Skaftafelli. Hitti þar m.a. Tékka, Ungverja, Ástrali, Bandaríkjamenn, Walesbúa, Rúmena, Frakka, Slóvaka, Dani, Austurríkismenn, Grikki og svo náttúrulega einhverja Íslendinga. Einnig komu Portúgalarnir með mér þannig að þetta var mjög alþjóðlegt allt saman. Sem áhugamaður um alþjóðlega samvinnu og samstarf fannst mér þetta mjög fróðlegt og skemmtilegt. Þarna drakk ég tékkneskt jurtabrennivín og lærði að segja Catherine Zeta-Jones með velskum hreim.

Þarna fórum við í siglingu á Jökulsárlóni en ég komst ekki til að skoða Svartafoss eða neitt annað því ég var að drepast úr kvefi þarna. En það var grillað, drukkinn bjór og farið í leiki. Rubens kenndi mér grundvallar takta í capoeira og ég kenndi honum undirstöðuna í íslenskri glímu í staðinn. Ég held að íslensk glíma sé mesta og besta sjálfsvarnaríþrótt í heimi, það er ekki spurning…..

Í fyrra fór ég á útilegu á Skógum og týndi þar símanum mínum. Mér tókst að gera það sama um þessa helgi. Ég týndi símanum mínum sem ég er ekki einu sinni búinn að borga að fullu……. Ég held að næst þegar að ég fer í útilegu þá skilji ég símann eftir bara heima.

Næsta útilega verður líklega á Grundarfirði næstu helgi. Þá verður farið á Góða Stund í Grundarfirði og heimabær Sigga Tomm skoðaður. Ég held að það sé merkilegur staður…..

Lokað er fyrir andsvör.