Skaftafell

Nú á að fara í Skaftafell í útilegu bara. Ég, Renato, Rubens og 80% Óli ætlum að skella okkur með hópi kátra AIESEC stúdenta og verður það örugglega alvöru. Við förum að skoða Svartafoss, siglum á Jökulsárlóni og förum kannski upp á Vatnajökul. Síðan verður grillað, drukkinn bjór og sungið. Ég held að þetta geti ekki klikkað.

Ég hef aldrei komið í Skaftafell áður. Reyndar eru margir margir staðir á Íslandi sem ég á eftir að sjá. Ég hef enn ekki séð t.d. Dettifoss, Ásbyrgi, Mývatn, Hallormsstaðarskóg, Landmannalaugar…. aldrei farið til Vestfjarða eða Austurlands. Maður verður að fara að bæta úr þessu.

Svo sá ég þetta hjá Munda. Þetta er bara það asnalegasta sem ég hef séð lengi, krakkasíða Sjálfstæðisflokksins í kraganum…….

Lokað er fyrir andsvör.