Hulk

Fór að sjá Hulk í gærkvöldi og ég verð að segja að þessi mynd hangir í meðalmennskunni. Þrátt fyrir að Siggi Tomm haldi fram að hér sé á ferðinni mikil mynd með sálfræðilegum freudískum pælingum, Ödipusarduld og ég veit ekki hvað þá er það bara ekkert að virka. Þrátt fyrir að það sé mjög skemmtilegt að sjá Hulk brjóta allt og bramla í reiðiköstum sínum, rústa skriðdrekum, þyrlum o.fl. þá er sagan frekar þunn og óspennandi. Sverri fannst myndin heldur leiðinleg og ég verð að segja að þetta er versta myndin sem gerð hefur verið eftir sögum Stan Lee’s. Líklega átti Hulk að vera „dýpri“ mynd en hinar myndirnar voru að minnsta kosti skemmtilegar. Einnig veldur Ang Lee vissum vonbrigðum því að mér fannst Crouching Tiger, Hidden Dragon vera frábær mynd.

Merkilegt annars með Jennifer Connelly, aftur leikur hún konu geðveiks vísindamanns sem fer yfir strikið. Nick Nolte leikur pabba Hulks og á hann líklega að vera ógurlega sleipur gaur en er frekar mikil steríótýpa svona. Semsagt meðalmynd í alla staði.

Lokað er fyrir andsvör.