Archive for júní, 2003

Partý

Nú er búið að halda innflutningspartý og fór það allt saman vel fram. Gaman að partýum, mér finnst að fólk ætti að halda meira af þeim.

Hermál

Jamm, Mundi fær prik fyrir þennan pistil. Skil heldur ekki menn sem kenna sig við frjálshyggju og vilja skera niður ríkisrekstur í öllu formi NEMA þegar að því kemur að stofna og reka her. Þá er skyndilega ríkið nógu gott til að sjá um þann rekstur sem ætti þó að vera martröð frjálshyggjunnar. Fokdýrt ríkisbákn sem framleiðir ekkert, bara eyðsla út í gegn. Einhverjir fá kannski vinnu en það er eins gott að stofna ríkisfyrirtæki til að grafa skurði og moka í þá aftur ef menn vilja fjölga störfum hjá ríkinu.

Menn vilja tryggja öryggi gegn hryðjuverkum með því að stofna her. Eru ekki til einfaldari lausnir, efla víkingasveitina kannski eða e-ð? Ekki förum við að stofna her til að berjast við heri annarra landa. Það væri svo gjörsamlega tilgangslaust að það tekur ekki tali.

Ég held að þeir sem vilja íslenskan her finnist það bara hallærislegt að hafa herlaust land. Ég trúi því ekki að þeir óttist árásir…..

Foo Fighters

Sá það á Tilverunni að Foo Fighters eru væntanlegir til Íslands þann 26. ágúst. Ég held að það sé ekki spurning um að fara á þá tónleika þótt ég sé enginn gríðarlegur aðdáendi. Það verður samt örugglega stuð.

Horfði á Björn Bjarna og Ögmund takast á um varnarmálin í Kastljósinu. Alltaf þegar að ég heyri Björn opna munninn þá minnkar álit mitt á þeim manni. Hann virðist vera algerlega fastur í Kalda stríðinu og ekki geta sætt sig við breytta heimsmynd. Renndi yfir þessa ræðu hjá karlinum sem hann hélt á prestastefnunni síðasta mánudag. Minntist hann þar þrisvar á hin heiðnu yfirvöld kommúnistanna hér í den. Það er eins og hann sé ekki búinn að ná þessu til fulls að okkur stafar ekki hætta af Sovétríkjunum lengur. Svona eins og fangar sem eru í fangelsi í mörg ár og þegar þeim er sleppt höndla þeir ekki lífið utan múrana og vilja jafnvel aftur inn. (tek fram að þetta er fróðleikur hafður eftir bandarískum bíómyndum).

Nei Björn vill hafa her. Til að verja öryggi okkar fyrir hugsanlegum árásum. Ögmundur reyndi að spyrja hverjir ættu að gera árásir á okkur. Svaraði Bjössi með skætingi og kom með undarlega samlíkingu. Hann sagðist láta Securitas passa húsið sitt en færi ekki um bæinn og benti á þá sem væru líklegir til að brjótast inn til hans(!) Af hverju hefur þá Björn ekki vopnaða verði og nokkra skriðdreka fyrir utan húsið sitt svo að öryggið sé nú gulltryggt? Ég eiginlega vorkenni þeim mönnum sem lifa í sífelldum ótta við einhverja ægilegar árásir óþekkts óvinar. Hlýtur að vera erfitt líf…….

Mikið vona ég að herinn snáfi burt sem fyrst og við getum þá hætt að ljúga því að útlendingum að við séum vopnlaus þjóð. Sá skemmtilegar vangaveltur á Kreml um íslenskan her, aldrei þessu vant sammála einhverju frá Kremlurunum…….

Spaug og spekuleringar um heimildarmyndir

Nú er skemmtilegasti vefur landsins, Baggalútur, ekki starfræktur sem stendur en ég fann hérna dálítið sem ég hef ekki séð áður frá þeim. Bréf Davíðs Oddsonar til Bush, þetta er það fyndnasta sem ég hef séð lengi. Þetta hefur líklega birst meðan ég var í Útlandinu.

Í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld var alveg fáránleg frétt um stórgóða mynd Michael Moore, Bowling for Columbine og almennt fjallað um Michael sjálfan. Talað var um vafasama túlkun hans á atburðum og hvað hann fer frjálslega með staðreyndir. Þetta er svo mikið kjaftæði að ég verð að segja nokkur orð.

Í fyrsta lagi eru nefnd nokkur atriði sem eiga víst að draga úr trúverðugleika BFC. Sagan af 6 ára barninu sem skaut skólasystir sína með skammbyssu sem hann stal hjá frænda sínum hafi ekki verið fórnarlamb félagslegs ranglætis heldur var frændinn fíkniefnasali og voru byssur notaðar sem gjaldmiðill í þeim viðskiptum! Hvað í ósköpunum kemur það málinu við og hvað með það þótt ekki hafi verið sagt frá þessu í myndinni?

Mörg svona smáatriði eru týnd til en þetta er alger sparðatýningur. Aðalatriði myndarinnar; ofbeldið, hræðslan, fáránleikinn og þeir harmleikir sem verða nær daglega í Bandaríkjunum er það sem skiptir máli í myndinni og tekst hr. Moore afar vel að koma því til skila. Það er líka alger þvættingur að gert sé lítið úr Charlton Heston í myndinni. Charlton gekk einfaldlega út í viðtalinu sem hann hafði fullan rétt á því að hann hafði engin svör við spurningum Michaels.

Upphafsatriðið þar sem Michael fer í banka og fær byssu þegar hann opnar sérstakan reikning hefur verið gagnrýnt vegna þess að ekki kom nógu vel fram að bíða þurfti í nokkra daga eftir byssunni. (!) Mér fannst það reyndar koma ágætlega fram en hvað með það.

Lok fréttarinnar á Stöð 2 voru samt best. Þá var talað um „umdeildan lífsstíl“ Michaels en hann „þykir mikill vinstrimaður“ en býr samt á dýrasta svæði Manhattan eyjar! Er ekki í lagi með fólk? Eiga vinstri menn að búa í kofum út í sveit? Kannski í holum í jörðinni? Ótrúlega getur fólk verið vitgrannt. Michael Moore er ríkur og getur leyft sér að búa hvar sem honum dettur í hug. Fyrir menn í hans stöðu er ákjósanlegt að búa þar sem hlutirnir gerast, í stóra eplinu. Menn geta nú verið vinstrisinnaðir þótt þeir búi á Manhattan og eigi Benz og margar gullkeðjur og pelsa.

Þegar að Bowling for Columbine fékk Óskarinn tók einn Deiglupenninn sig til og skrifaði grein þar sem Michael Moore er titlaður „siðlaus áróðursmeistari“ og talaði um að myndin sé ekki heimildarmynd heldur áróðursmynd. Þessi mynd er vissulega gerð til að vekja fólk til umhugsunar um ástandið í Bandaríkjunum og getur því þannig talist áróðursmynd. En að sjálfsögðu er þetta heimildarmynd og góð sem slík.

Þeir sem eiga eftir að sjá þessa mynd ættu að reyna að drífa í því sem fyrst. Ég ætla að reyna að verða mér úti um eintak af Stupid White Men bókinni þegar að íslenska þýðingin kemur í haust. (nenni ekki að böðlast í gegnum fleiri enskar bækur, fæ nóg af því í HÍ) Vissulega eru skoðanir Michael Moore óþægilegar fyrir þá sem vilja ekkert vont sjá við ameríska byssumenningu. En að reyna að rakka hann niður á þennan hátt er afar ómálefnalegt.

Alræði

Í dag tók ég öll völd á þessari síðu fyrir fullt og allt. Adam Kári og Jakob voru sendir í hina stafrænu fallexi og héðan í frá á ég þessa síðu. Að vísu voru þeir löngu hættir að skrifa en þeir höfðu ekkert merkilegt að segja hvort eð er.

Nú er það spurning hvað maður gerir við síðuna. Ég er ekki alveg viss hvað ég á að gera af mér í því sambandi. Á ég að halda þessu gangandi áfram eða hætta þessu? Upphaflega planið var að hætta eftir að kommúnan flutti út en núna er ég ekki svo viss.

Fór í gær á Prikið í partý þar sem heitið var fríum bjór á boðsmiðanum. Þegar ég kom var hann allur búinn, dæmigert. Þvældist niður á Sirkus og Sólon og endaði í Ara í Ögri. Hvað hefur annars komið fyrir Sólon? Hús Málarans var ekki svona draslstaður. Ég hélst ekki við nema í nokkrar mínútur þarna inni. Reyndar ef ég hugsa út í það þá beið ég örugglega lengur í röðinni (ef röð skildi kalla) fyrir utan heldur en ég var inni á sjálfum staðnum.

Í gær hitti ég gaur frá Suður-Afríku, annan frá Brasilíu og tvo frá Paragúvæ. Ég var náttúrulega síðan með Portúgölunum vinum mínum þannig að gærdagurinn var afar fjölmenningarlegur. Annars er miðbærinn troðfullur af útlendingum þessa dagana. Gaman að því……

Bæði Blogbuddy og MSN hafa brugðist mér. MSN frýs alltaf þegar ég reyni að hefja samræður við einhvern og Blogbuddy er alltaf með móral þegar ég reyni að skrifa eitthvað gáfulegt. Einnig neitar Eudora (já, flissaðu bara Kristín!) að senda póst til fólks af einhverjum prinsippástæðum sem eru ofar mínum skilningi. Tölvur eru ömurlegar, mér er meinilla við þær þessa dagana.

Ég vil óska Jónínu frænku góðs gengis í inntökuprófunum fyrir sjúkraþjálfunina sem hefst á morgun. Vona ég að allt gangi vel og hún komist inn að lokum.

Þetta er Lárus Viðar sem skrifar úr Bústaðahverfinu.

Sundlaugavarsla

Þetta finnst mér fyndið, glefsur úr dagbók Sundlaugar Grundarfjarðar frá Sigga Tomm. Einnig er þarna saga um bókabrennu og fyllerí, gaman að því……

Kominn heim víst…..

Hef snúið aftur frá Austurlöndum að mestu óskaddaður á sál og líkama. Kom reyndar aftur fyrir viku síðan en hef ekkert komist á Internetið hingað til.

Hef varla gert neitt af viti síðan ég komst heim. Búinn að flytja mig yfir á götuna Ásgarð, ekki Ásgarða, það er allt annað. Var svona að jafna mig fyrstu tvo dagana. Síðan var kominn föstudagur og þá fór ég að drekka bjór með [Sverri](http://sverjon.blogspot.com/“Sverrir hinn skoski“). Lenti á hrikalegu svínerí með Skagfirðingunum Teiti og Þorgeiri þar sem ég fékk eins mikinn vodka og ég gat í mig látið. Gat ég náttúrulega ekki hafnað því. Það var einum of að lokum fannst mér en ágætt samt….. :þ Vaknaði á allt öðrum stað en ég ætlaði að sofa á en hvað með það…..

Daginn eftir var laugardagur. Þá gekk ekki annað en að drekka meiri bjór og viskí og aftur með Sverri þar sem flest allir sem við þekkjum voru utanbæjar eða jafnvel erlendis. Það endaði á Kofa Tómasar Frænda þar sem þrír líffræðinemar ultu inn fyrirvaralaust og var þá í kofa kátt. Komst örugglega heim í það skipi…..

Síðan kom sunnudagur, ég gerði ekkert nema að liggja og horfa á Formúluna og vorkenna sjálfum mér því ég var nokkuð veikur.

Síðan kom mánudagur, þá fór ég á Jagúarball á Þjóðleikhúskjallaranum með Rósu, Kristínu Gróu og Jakobi. Var það gaman framan af þangað til að óvænt veikindi settu skyndilega strik í reikninginn hjá mér. Kannski voru það eftirköst af Tælandi, hvur veit…..

Allavega þá er framtíð mig afar óljós á þessari stundu. Einnig framtíð þessarar síðu. Ég held að ég verði að fara að loka henni nú þegar að kommúnan sjálf er endanlega liðin undir lok. Búið að skila húsinu á Óðinsgötu og fólkið tvístrað í allar áttir.

Kannski opna ég sjálfur nýja bloggsíðu einhvern tímann seinna en ég er samt efins. Það verður þá ekki svona blogspot rugl, ég vil fá eitthvað meira alvöru ef ég að halda þessu áfram. Þetta kemur allt saman í ljós……

Siggi student!

Kommunuvefurinn oskar Sigurdi Tomasi innilega til hamingju med ad vera ordinn student. Nu verdur Siggi loksins vidraeduhaefur i partyum a ny.

Eg man haustid 1996 thegar ad eg flutti inn til Sigga a herbergi 115 a heimavist FVA og sagdist eiga video og kaettist Siggi oskaplega vid thad. Sidan deildum vid herbergi i thrju ar eda thangad til ad Sigga var sparkad af vistinni fyrir slugs og of faar einingar eda eitthvad svoleidis :p Siggi vann lika otulega ad felagsmalum a fyrri hluta skolagongu sinnar og ris thar haest skolabladid og deilur um utvarp skolans eda ollu heldur nyja nafnid a utvarpinu sem Siggi skellti a thad og urdu miklar rokraedur um agaeti thess nafns ef eg man rett. Nuna er hinsvegar ollu thessu lokid og nu hefst nyr kafli i lifi Sigurdar. Vona eg ad hann verdi adeins farsaelari en sa sidasti (gangi orlitid betur meina eg) :p

Thar sem eg hef eiginlega ekkert ad gera nuna nema drekka mig fullan a barnum sem eg hef gert tvo sidustu kvold aetla eg ad blogga orlitid meira, lika thar sem eg er i loftkaeldu herbergi.

Fyndid, her i Thailandi fer folk inn i hus til thess ad kaela sig nidur thvi thad er alltaf miklu kaldara inni en uti. Adeins i thodgardinum Doi Inthanon var ekki loftkaeling en thad var allt i lagi thvi ad vid vorum thar i um 2000 metra haed thannig ad thad slapp. Ja, alveg rett. Thid munid kannski eftir thvi ad thad fannst sporddreki i einu ruminu thar. Jorundur professor vildi gera litid ur thvi, sagdi ad thetta vaeri orugglega alveg skadlaust grey. Seinna kom i ljos, a natturufraedasafninu i Chulalongkorn haskolanum i Bangkok ad thetta var einn eitradasti sporddreki heims! Hann var, thegar hann fannst, buinn ad lyfta halanum og gerdi sig klaran til ad stinga stelpuna sem la i ruminu thar sem hann var. Thad sem bjargadi henni var thad ad hun var ad tala i simann og ekki farin ad sofa.

Einnig voru i Doi Inthanon stor skordyrakvikindi (sem eg er buinn ad gleyma hvad heita) sem geta skridid inn i eyrum a folki og ef their gera thad verda menn ad fara a spitala thvi ad thau geta adeins skridid afram. Ein tailenska stelpan sem var med okkur sagdist hafa lent i thessu einu sinni og var thad vist ekki thaegilegt. Eftir thessa sogu svafu margir med eyrnatappa :p

Nu nenni eg ekki ad skrifa meira……

Thetta er Larus Vidar sem skrifar fra Indo-Kina.

Nu er mer svo stirt um stef….

Dramtisk fyrirsogn en eg er ad fara ad yfirgefa Thailand a morgun og mer leidist thad innilega. Thad er buid ad vera svo gaman herna og eg veit ad thad er fullt af folki annarstadar i Thailandi sem er buid ad bjoda mer ad koma en eg a bokad flug kringum 1 adra nott thannig ad eg verd ad fara nuna :(

Eg se samt ekki eftir neinu herna i Thailandi, eg hafdi bara viljad ad eg hafdi haft vit a thvi ad vera eina viku i vidbot eins og margir aetla ad vera. Thad er ekki eins og madur komi hingad oft…….. Thad verdur tho agaett ad vera i landi thar sem madur er ekki sveittur 24/7 og vera laus vid thessi risaskordyr sem sum hver sjuga ur manni blodid miskunnarlaust.

Nu er eg vist buinn ad vera her i taepar thrjar vikur en mer finnst eg hafa verid herna miklu lengur. Thad er svo margt buid ad gerast herna ad thad er alveg efni i eina bok. Nu hef eg tho eitthvad til ad tala um i partyum naestu arid, serstaklega i Haxapartyum og bjorkvoldum. Thad myndadist lika alveg gridarleg hopstemning i thessum hop sem for saman ut og aetlum vid pottthett ad hittast i einhvers konar Reunion-partyi heima. Fyrst eftir ad eg kom hingad a Koh Samet saknadi eg hinna ur hopnum thvi ad madur var buinn ad venjast thvi ad ferdast 45 saman i hop, skyndilega vorum vid bara 3 eftir.

Allavega, thad verdur gaman ad sja vinina og fjolskylduna aftur og er eg kominn med gjafir handa flest ollum sem eiga thad skilid :p Eg a tho eftir ad kaupa eitthvad adeins meira af drasli og verd eg bara ad gera thad a flugvellinum. Thetta er liklega mitt sidasta blogg fra Austurlondum fjaer…… :)

Mellur og prutt

Thad sem mer finnst leidinlegast ad sja herna i Thailandi er thessi fraegi yfirgengilegi kynlifsidnadur sem blomstrar ut um allt. I Bangkok voru heilu husalengjurnar sem stripistodum og horuhusum thar sem ad ad melludolgar voppudu um fyrir utan og budu manni inn a sex show eda booby show eda jafnvel banana show. Jafnvel a eyjunni sem vid erum a er mest por, tha svona por thar sem madurinn er hvitur, feitur og ljotur og konan er ung, thailensk og myndarleg. Meira segja eru tveir hvitir menn med tveimur litlum thailenskum strakum tharna! Eg verd ad passa mig ad springa ekki ur hlatri i hvert sinn sem eg se tha :)

Og thetta er um allt land. I strandbaenum Pattaya thar sem varad var vid hrydjuverkum um daginn voru heilu goturnar fullar af klambullum og vaendiskofum. Eg vard ekki eins mikid var vid thetta i Chiang Mai borg en thessi idnadur blomstrar orugglega thar lika. Mer skilst ad thailensk yfirvold seu ad reyna ad berjast a moti thessu en med afar takmorkudum arangri. Thad er leidinlegt ad sja hvernig landid er buid ad fa a sig illt ord ut af thessu.

En allavega, eg er byrjadur ad skrifa ytarlega ferdasogu og thad er aldrei ad vita nema ad ritskodad eintak af henni rati a Netid, fyrir tha sem nenna ad lesa thad er. Eg segi ritskodad thvi ad thad er nokkud i thessari ferd sem almuginn faer ekkert ad vita um, personal stuff, thid vitid :p Eg er ad reyna ad skrifa hana med minnisblokk og blyant og thad gengur afar haegt. Eg kann einfaldlega ekki ad skrifa lengur, eg vil nota tolvu…..

Nuna er eg i strandbaenum Banphet og er ad drepa timann vid verslun en vid skruppum hingad i dagsferd fra Koh Samet. Allt er svo otrulega odyrt herna ad madur verdur ad passa sig ad fara ekki yfirum herna. Thad er rosalega gaman ad skreppa a markadina og prutta um verd a drasli vid solufolkid. Yfirleitt byrjar thad a thvi ad segja eitthvad faranlegt verd a hlutina sem madur verdur svo ad prutta um. Yfirleitt naer madur verdinu nidur um 60-70 % en mer finnst samt alltaf verid ad svindla a mer a thessum markodum. Eg er viss um ad flest sem er selt tharna er stolid eda eftirlikingar en hvad med thad, odyrt er thad.

Thetta er Larus Vidar sem skrifar fra Thailandi.