Archive for maí, 2003

Bangkok

Nu er madur kominn til Bangkok aftur og sit eg her a internetcafe i risastorri atta haeda verslunarmidstod. Eg get ekki skrifad mikid nuna enda buinn ad gera svo otrulega mikid herna ad thad vaeri efni i bok. Komid hafa upp nokkur veikindi i hopnum sem edlilegt er en ekkert alvarlegt enntha. Tveir thurftu tho ad fara til laeknis vegna afskaplegra slaemra skordyrabita. Eg hef enn sem komid er sloppid nokkud vel vid allt svoleidis.

For sem sagt nordur i land og er buinn ad vera thar, fyrst i Chiang Mai a luxushoteli og sidan i thodgardi sem kallast Doi Inthanon (minnir mig) i kofum med maurum, risakongulom, skortitlum og sporddrekum. Ja, thid lasud rett. I einu ruminu fannst spordreki fyrstu nottina sem vakti nokkurn ugg serstaklega thar sem ad hann var ad reyna ad stinga vidkomandi sem la i ruminu en god vidbrogd komu i veg fyrir thad. Thetta var nu bara litill sporddrekaungi og var hann veiddur i flosku og hafdur sem gaeludyr liffraedinganna eftir thad. Daemigert fyrir thennan hop :)

Eg er buinn ad fara a filabak, skoda orkideubugard og fidrildabyli, sja grasagard Thailandsdrottningar, for upp a haesta tind Taelands sem er i um 2500 m haed, fara i nokkrar skodunarferdir o.s.frv. og sja alveg otrulega skemmtilega hluti sem varla er haegt ad lysa med ordum.

A morgun stendur til ad heimsaekja haskola her i Bangkok og fara eftir thad ad skoda hollu konungsing og einhver Buddamusteri. Hitastigid i dag var hatt i 40 gradur en madur hefur vanist thessu otrulega vel og finnst mer thetta bara thaegilegur hiti nuna.

Maturinn herna er otrulega godur og vel utilatinn. Vid faum heitan mat i hvert mal, mera ad segja a morgnana. Thailendingar elska hrisgrjon og kjukling enda thad naer alltaf i bodi.

Skrifa meira seinna………

Thailand!

Jamm, komst i tolvu her i Bangkok og akvad ad blogga pinu. Vaknadi semsagt half fimm adfaranott 21. eftir tveggja tima svefn og er buinn ad vera vakandi sidan. Er liklega lidinn einn solarhringur held eg. Madur verdur alveg kexrugladur af thvi ad fljuga svona langt ut. Held ad thad se mid nott uppi a Islandi nuna.

Eg sit nuna og bid eftir flugi til Chiang Mai, naeststaerstu borgar Thailands. Thad verdur tha thridja flugid a solarhring. For fyrst til Kaupmannahafnar fra Keflavik, tok thad einhverja ruma thrja tima. Sidan tok vid flug DAUDANS til Bangkok. Tok thad taepa ellefu tima og var thad ordid frekar erfitt i restina. Horfdi a tvaer biomyndir a leidinni, Chicago og Daredevil. Tok thad nokkud af fluginu en samt…….

Thegar jeg for fra bordi i Bangkok datt mer strax i hug grodurhus. Thad var otrulega heitt og rakt i flugstodinni, eda thad fannst mer thangad til ad jeg for ut fyrir hussins dyr! Tha fyrst var heitt. Svo otrulega heitt, og samt var klukkan bara 6 ad morgni! Fotin limast vid mann i svaekjunni og madur er sifellt sveittur. Lyktin i loftinu er lika engu lik, grodarlykt sem likist engu sem eg hef fundid adur. Eg er buinn ad vera ad mestu innandyra enda er ekki lift uti.

Eg er svo svidinn i hausnum nuna ad eg aetla ad haetta ad skrifa. Skrifa meira seinna……….

Skrýtið

Heyrði einhvern segja það í Silfri Egils í gær, man ekki hver, að ríkisstjórnin hefur einungis 51 % kjósanda á bak við sig. Ég veit nú ekki hvort að þessar tölur séu réttar en ef þær eru réttar þá er alveg ljóst að ekki hefur tekist að jafna atkvæðavægið á milli landshluta svo vel sé. Stjórnin hefur núna um 54 % þingmanna meirihluta á bak við sig. Ég held að Framsóknarflokkurinn sé ljóst og leynt að reyna að halda þessu misvægi atkvæða áfram því að sá flokkur sækir mest fylgi til landsbyggðarinnar og hefur alltaf gert. Það er ein ástæðan fyrir því að erfitt er að losna við þennan flokk úr ríkisstjórninni, hann fær alltaf fleiri þingmenn en hann á skilið.

En að öðru, ég ætla að fara í bíó í kvöld og sjá nýju Matrix myndina. Þeir sem vilja koma með geta talað við mig…………

Prófin búin

Vei, vei búinn í prófum og fer heim í sauðburð á morgun. Þetta próf gekk hörmulega eins og hin tvö prófin á þessu misseri. Ég held að nú sé þörf á mikilli endurskoðun á námsvenjum ef meðaleinkunnin mín á ekki eftir að lækka meira en orðið er. Nógu er hún ljót fyrir.

Sá að sjálft Morgunblaðið í dag vitnar í skrif Munda frá síðasta sunnudegi í Deiglunni. Það er naumast að menn eru að meika það með skrifum sínum :þ

Speki

Homo sum: humani nil a me alienum puto.
Terence

Góður punktur

Á lögfræðistofunni Lex starfa 28 manns eða u.þ.b. 0,01% þjóðarinnar. Stofan kemur til með að hafa sterka viðveru á þingi með tvo fulltrúa í þingflokki sjálfstæðismanna. Konur 58 ára og eldri eru aftur á móti um 26.000 á Íslandi eða um 9% þjóðarinnar. Þær eiga engan fulltrúa í þingliði íhaldsins.

Af pólitík.is.

Afmæli

Adam Kári Helgason kommúnus verður 21 árs í dag. Adam Kári er verðandi rafvirki með undarlegar matarvenjur og þráláta kóksýki. Í tilefni af afmæli sínu ætlar Adam ekki að nota frasann: „ha hvað er það, eitthvað ofan á brauð?“ í dag. Adam fær afmæliskveðjur frá sambýlismönnum sínum og óskir um gæfuríkt sumar. Ég fann enga mynd af honum á Netinu, skítt með það…….

Spádómur

Eftir alþingiskosningarnar 1995 þá spáði ég því að Davíð Oddson yrði forsætisráðherra í 16 ár, þ.e. frá 1991-2007. Ég hef því miður ekkert til þess að sanna það í dag en hvað með það. Nú kem ég með nýja spá. Ríkisstjórnin verður kosin burt 2007 eftir afhroð Framsóknarflokksins og þriggja flokka stjórn Samfylkingar, Frjálslyndra og Vinstri-Grænna tekur við.

Stórtap Framsóknar verður aðallega rakið til þess að þak var sett á auglýsingakostnað flokkana fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi eftir að stjórfelldar skattalækkarnir þeirra urðu til að rýra tekjur ríkisins svo mjög að skera þurfti niður í velferðarkerfinu það mikið að fólki ofbauð. Einnig koma ruðningsáhrif stórframkvæmdana á Austurlandi hart niður á útflutningsfyrirtækjum og ekki eykur skilyrðislaus stuðningur stjórnarinnar við áframhaldandi stríðsaðgerðir Bandaríkjamanna við öxluveldi hins illa vinsældir hennar.

Hver kýs líka Framsóknarflokkinn? Ég þekki einn sem gerir það. Til hvers að kjósa Framsóknarflokkinn? Þetta er flokkur sem berst fyrir því að vera í stjórn alltaf. Alveg sama hvaða og hvernig stjórn. Bara að komast til valda. Hægri, vinstri, fasista, kommúnistastjórn. Alveg sama. Bara að vera í stjórn. Engar hugsjónir, engar skoðanir, ekkert. Og líka með þennan leiðindaformann! Minnir mig alltaf á sjúkling sem hefur fengið heilablóðfall. Líka þessi Siv, eina það sem hún hefur fram að færa í pólitík er gagnrýni á hugmyndir Samfylkingarinnar. Djöfull fer Framsóknarhyskið ótrúlega í taugarnar á mér.

Skoðanakannanir

Eitt sem mér finnst magnað. Nú er talað um að Halldór Ásgrímsson eigi einhverja kröfu til forsætisráðherrastólsins vegna þess að honum gekk svo vel í kosningunum! Framsóknarflokkurinn fékk í síðustu kosningum sína þriðju lökustu kosningu frá upphafi. Ástæðan fyrir því að fólk segir þetta er sú að hann mældist svo lágur í skoðanakönnunum en náði sér svo upp í lokin. Þannig að skoðanakannanir eru ekki einungis farnar að ráða miklu um það hvað fólk kýs heldur eru þær líka farnar að ráða því hvernig ríkisstjórnir eru myndaðar eftir kosningar. Mér finnst það fráleitt að flokkur sem tapar fylgi og rétt nær að halda sínum 12 þingmönnum á 12 atkvæðum skuli eiga einhverjar kröfur á eitt eða neitt. Ég vil þennan bitlingapólitíkusaflokk burt úr stjórninni.

Ferðaskrifstofa Íslands….

er ekki að standa sig þessa dagana. Fór þangað áðan til að borga flugmiðann minn til Tælands. Var þá ekki tölvukerfið þeirra hrunið og ég fékk engan miða. Gat samt skilið eftir greiðslukortsnúmer og komið ferðaávísuninni minni í lóg sem gefur 5000 kr. afslátt af ferðinni. Það munar um minna fyrir námsmenn.

Magnað með þessa ferðatryggingu sem fylgir ef maður greiðir ferðir með greiðslukorti. Ég fékk þykkan bækling um reglur varðandi þessar tryggingar. Ég er tryggður fyrir öllu mögulegu, t.d. fæ ég dánarbætur ef ég drepst úti og þær hækka eftir því sem þú ert með betra greiðslukort, þ.e. gull eða platínu. Ég er bara með silfur þannig að ég fæ aðeins 4,5 milljónir ef ég verð étinn af tígrisdýrum úti. Einnig ef ég verð fyrir áfalli sem veldur varanlegri örorku þá fæ ég bætur í samræmi við það. 100 % örorka er t.d. „ólæknandi vitskerðing“ eða „missir fótar við ökkla eða ofar“. Síðan eru reglur um bætur varðandi tjón á farangri. T.d. bætir félagið ekki „tjón á frímerkjum, handritum, skjölum, peningum eða hvers kyns verðbréfum. Það þýðir því ekki að koma til tryggingafélaganna og kvarta yfir því að frímerkjum manns hafi verið stolið.

Mér finnst það samt svindl að þeir sem eru með platínu kort fá mannránstryggingu með ef þeim er rænt í ferðalaginu, ekki ég. Síðan kemur fram að félagið bætir ekki: „Tjón sem beint eða óbeint leiðir af beitingu eða notkun hvers kyns kjarnorkuvopna eða kjarnorkubúnaðar sem orakað getur sprengingu, geislun , losun, dreifingu, sleppingu eða leka kjarnakleyfs efnis sem gefur frá sér geislavirkni og veldur varanlegri örorku eða dauða vátryggðs.“ Þannig að ég á sem sagt að forðast öll kjarnorkustríð úti.