Archive for nóvember, 2002

Húrra, húrra, húrra. Eins og lesa má í Stúdentapóstinum í dag þá hefur Alþingi breytt frumvarpi til fjárlaga árið 2003 þannig að það verður tryggt að Náttúrufræðahúsið í Vatnsmýrinni komist í notkun á næsta ári. Þetta er það besta sem ég hef heyrt í dag……. enda var ég að vakna.

Það var alltof mikil gleði í gær. Fór í reunionpartý hjá gömlu heimavistinni sem var fínt bara. Hitti mikið af fólki sem maður hittir aldrei annars. Fékk landa og tekíla sem var fínt bara. Landinn kom frá Óla og hann var að sögn 55 % og ég var að sötra hann eintóman, kannski ekki það sniðugasta…….. Ég vil samt fá sýni til þess að títra og mæla áfengisinnihaldið :) Síðan fórum við á Flauel sem er ágætisstaður bara. Breakbeat.is kvöld og alltsaman… mjög fínt.

Vei vei ég er einn af topp fimm skemmtilegustu MSN félögum hennar Kristínar…. ég þakka :p

Já það er bara partý hjá gamla vistarliðinu hjá FVA í kvöld. Óli ætlar meira að segja að koma með landa til þess að rifja upp gömlu stemmninguna. Ég er víst búinn að lofa þeim Óla og Jón Heiðari að gista þannig að þetta verður örugglega bara gaman. Ég ætla nú ekki að vera lengi fram eftir því ég ÆTLA að mæta í tíma á morgun og svo á ég bara þrjá bjóra….. en það er þó jólabjór :)

P.S. Til þess að valda engum misskilningi þá er partýið EKKI hérna. Það er heima hjá öðrum fyrrverandi vistarbúa.

Í vikunni komst ég að því að þetta væri síðasta kennsluvikan. Seinasti tíminn sem ég ætti að mæta er á morgun, dæmatími í efnafræði, sjáum til með hann. Þetta þýðir það að ég er að fara í próf sem er ekki gott. Ég er alls ekki tilbúinn til þess. Fyrsta prófið mitt er 10 desember eða eftir 12 daga sem er ekki nógu langt en ég get ekki kvartað yfir því svosem. Síðan í framhaldi af þessum hugleiðingum fór ég að hugsa dálítið. Ég þurfti ekki að mæta í verklegt í bakteríufræði í þessari viku því að við vorum búin að taka nokkra langa tíma á þessu misseri. Síðan fór ég að hugsa meira. Síðan leit ég á planið fyrir verklegar æfingar og komst að því að ef tímarnir voru lagðir saman þá hafa þetta verið 17 tímar en þá er einn tími 4 reitir í stundatöflu. Þetta segir þó ekki alla söguna því stundum drógust þessir tímar á langinn. Ég athugaði námsskrána og sá þar að gert er ráð fyrir einum verklegum fjögurra reita tíma í stundatöflu á viku. Vikurnar eru fjórtán í allt og því höfum við verið 3 aukatíma í þessu fagi eða sem samsvarar 3 vikum! Þetta er nú svolítið gróft…… En samt er mér nokkuð sama af því að þetta er búinn að vera langáhugaverðasti kúrsinn á þessari önn. Maður ætti svo sem ekki að kvarta.

Tags:

Guðrún Helga er 21 árs í dag og óska ég henni til hamingju með það :)

Tags:

Sigurður Tómas busi ársins í FB!

Sigurði Tómasi Helgasyni hlotnaðist nýverið sá heiður að vera kosinn Busi ársins af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Mun aðalega hið mikla skegg og fyrirferð hans almennt hafa ráðið úrslitum í kosningunni. Aðspurður sagði Sigurður að þetta væri mikil upphefð fyrir sig þar sem hann hafði aldrei unnið neinar vinsældarkosningar áður eða verið talinn vinsæll yfirhöfuð. Vitnaði hann í Sesar og mælti :“vini, veda, vici“. Sagði hann ennfremur að þetta væri mikil hvatning fyrir hann til þess að halda áfram að vera eilífðarnámsmaður og kæmi jafnvel til greina að prófa fleiri skóla til þess að athuga hvort hann gæti endurtekið leikinn. Titilhafa Busi ársins hlotnast margvísleg fríðindi, s.s. Nemandafélagið býðst alltaf til þess að fara í ríkið fyrir hann, 5 % afsláttur af strokleðrum í bóksölunni og barmmerki með áletruninni: „Besti businn“. Einhver eftirmál verða þó af þessari kosningu þar sem margir nemendur hafa kært kosningarnar vegna þess að einhverjir þeir sem kusu Sigurð töldu sig vera að kjósa Samma í Jagúar. Kommúnuvefurinn mun fylgjast grannt með þróun mála næstu daga.

Tags: ,

Jæja, nú sit ég uppá Grensás og bíð spenntur eftir síðasta tímanum á þessu misseri, verklegum tíma í vistfræði. Síðan er farið að vera spurning um að fara að sjá Harry Potter, kannski bara í kvöld……….. það er spurning.

Tók persónuleikapróf Múrsins „Hvaða stríðsæsingamaður ert þú“. Þetta er merkilegt próf fyrir þær sakir að allir svarmöguleikarnir eru alltaf vondir enda eru stríðsæsingamenn alltaf vondir. Þannig að þessi útkoma er kannski ekki sem verst……………eða hvað?Talar digurbarkalega um stríð og stríðsrekstur, en hleypur ofan í næsta neðanjarðarbyrgi þegar á hólminn er komið.
Myndir ráðast á Suðurpólinn, Jómfrúreyjar eða Timbúktú ef það þjónaði hagsmunum olíufyrirtækjanna.

Taktu „Hvaða stríðsæsingamaður ert þú?“ prófið


Tags: , , ,

Jæja mikið var. Búinn með öll verkefni á þessu misseri og get núna farið að lesa bækur og blöð fyrir prófin. Það er frábær tilbreyting að núna fær maður smá upplestrarleyfi eða alveg frá morgundeginum til 10 des. Mjög gott mál. Enda veitir manni ekki af.

Tags:

Uppreisnarsíða af bestu gerð!

Che-Lives.com - Click HERE

Tags: