Archive for október, 2002

Já nú á að fara að rífa Sirkus kofann. Þrátt fyrir að vera alveg fáránlegur staður á allan hátt verður samt einhver eftirsjá eftir honum, hann var eitthvað svo sérstakur…….

Tags:

Svona verð ég þegar ég verð stór…………

Hvað er með hægri menn að vera sífellt að gagnrýna umhverfisvernd sí og æ? Jú nú man ég, umhverfisvernd er ekki gróðavænleg………sjá hér.

Tags:

Ég rakst á bloggsíðu gamals sveitunga míns Munda í Dalsmynni á vefnum en hann var hlekkjaður við Deigluna, aldrei er kommúnuvefurinn hlekkjaður við neinan frægan vef :(

Tags: ,

Mér sýnist að vefrit öfga-hægri manna, Lágmarksríki.is sé dautt. Farið hefur fé miklu betra, segi ég bara…..

Hérna er Þórhildur leigusali í góðum fíling en hún er leikstjóri Sölumaður deyr sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. (auglýsing)

Tags:

Hahahahahahahaha! Ég var að fá bréf frá manni sem heitir Ernest Mbendi Nkalla og hann óskar eftir aðstoð minni við að ná í peninga sem faðir hans á í gimsteinum í Jóhannesarborg að verðmæti 12 milljón $ (US). Hann er búsettur núna á Spáni en hann þurfti að flýja land sitt, Zimbabwe, þegar Mugabe gaf út tilskipun um að land ríkra bænda yrði þjóðnýtt en faðir hans var s.s. ríkur bóndi og var drepinn í átökum við landtökumenn. Á ég að svara honum og hjálpa honum að ná í peninginn sinn aftur? Ég fæ 15%…… það er slatti af peningum eða um 158 milljónir íslenskar. Jei, loksins er ég að verða ríkur!

Tags:

Arg, ég get hvorki skoðað vef Ungra Vinstri Grænna eða Múrinn, er Davíð búinn að banna þessi vefrit?

Hafið þið tekið eftir því að helsta stefnumál ungra hægra manna snúast yfirleitt um fíkniefni og nauðsyn þess að leyfa þau……. eða svo að ég vitni í þá sjálfa

„Það er jafn óréttlætanlegt að banna neyslu ólöglegu fíkniefnanna og það er að banna áfengi og tóbak. Hvað sem hættunni af neyslunni líður gilda sömu grundvallarsjónarmið. Um er að ræða hættuleg efni sem draga fólk til dauða. Þau draga þó engan til dauða nema þann sem þeirra neytir. Þess vegna er óheimilt að banna neysluna.“

meira af svona rugli á frjálshyggju.is

Tags: ,

Jæja í dag klukkan 9:30 átti ég að mæta í dæmatíma í efnafræði en einhvern veginn fór það fyrir lítið. Ég nenni ekki að mæta í tíma á laugardagsmorgnum. Það er bara ekkert öðruvísi. Var í innflutningspartýi hjá Lísu og Árna Teit í gærkveldi og var búinn að passa mig á því að drekka bara pínu bjór og fara síðan heim snemma og var kominn heim fyrir 12 á föstudagskvöldi en allt kom fyrir ekki, ég bara gat ekki farið á fætur í morgun. Ég er orðinn efins um að ná þessum áfanga…… eins og reyndar allir í sameindalíffræði sem ég hef talað við.

Tags: