Að lesa annarra manna blogg er orðið hluti af mínu daglega lífi og mér liggur við að segja ómissandi hluti. Ég er ennþá þó ekki það langt leiddur að ég sé farinn að lesa blogg hjá ókunnugu fólki heldur bara hjá fólkinu sem ég þekki en það eru 5 síður sem ég skoða nánast daglega. Það er dáldið skrýtið hvernig maður verður háður þessu og það tekur alltaf nokkurn tíma frá manni daglega að lesa þessa vitleysu. Mig langar til þess að benda fólki á sniðuga grein á stúdent.is sem er heimasíða Stúdentaráðs Háskóla Íslands en þar má lesa grein um bloggara þar sem er leitast við að útskýra þetta fyrirbæri blogg og er linkur hér.

Tags:

Lokað er fyrir andsvör.