Um mig

Ég heiti fullu nafni Lárus Viðar Lárusson og fæddist þann 8. maí 1980 á Akranesi. Konan mín heitir Anel Janneth Carpio Morales og er frá Mexíkó. Synir okkar heita Ari Snær, Emil Sær og Ían Magni. Ég ólst upp á sveitabæ hjá foreldrum mínum á sunnanverðu Snæfellsnesi, í Eyjahrepp og Kolbeinsstaðahrepp (nú Borgarbyggð) til 16 ára aldurs. Þaðan fór í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist af náttúrufræðibraut árið 2000. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem ég lærði sameindalíffræði og fékk ég á endanum B.Sc. gráðu í þeim fræðum 2005. Ég hélt til Svíþjóðar haustið 2005 og hóf þar framhaldsnám í lífupplýsingafræði við Háskólann í Skövde en það átti ekki við mig. Því skipti ég aftur yfir í sameindalíffræðina í þeim sama skóla og lauk meistaragráðu í því fagi haustið 2007. Lokaverkefnið vann ég við UNAM háskólann í Mexíkóborg og í framhaldi af því bauðst mér atvinna þar við rannsóknir í erfðafræði. Hef verið í eigin atvinnurekstri undanfarin ár en við Anel rekum hér tannlæknastofur auk þess sem við erum með tannsmiði í vinnu.

Veita andsvar