11. Heima

Wednesday, February 20th, 2008

Heima.jpg
Á mánudagskvöld var ég í Belgrad og á fimmtudagskvöld var ég hér heima að horfa á Heima. Og heima leitaði hugurinn iðullega aftur út, til serbneska verkfræðinemans sem sagði mér að hann vildi að heimurinn gæti séð hversu falleg Serbía væri og hve lífsglatt fólkið væri, þjóðin væri nefnilega ekki pólitíkusarnir sem hefðu steypt henni í glötun. Og þótt stríðsbrölt Milošević og andstæðinga hans hafi verið margfallt alvarlegri glæpur en náttúruspjöll á Kárahnjúkum þá var einhver einkennilegur þráður sem tengdi heimað okkar verkfræðinemans. Því það vitrast manni fyrst til fulls við að horfa á myndina hversu nátengd náttúruverndin er í raun tónlist Sigur Rósar. Hún er ekki aðskilin eins og hjá Hollywood-stjörnum sem leika í hasarmynd á daginn og mótmæla óréttlæti heimsins á kvöldin. Tónleikaferð þeirra um landið í fyrra, sem Heima fjallar um, var miklu meira en eitthvað sniðugt flipp. Tónlist Sigur Rósar snýst nefnilega öll á einhvern hátt um þetta hála hugtak; heima.

En þetta er nýtt heima, ekki hið þjóðerniskennda heima sem hefur steypt þjóðum í styrjaldir og annan bjánaskap heldur það heima sem snýst um að rækta heimahagana. Tónlistin snýst um að finna þetta heima, þetta raunverulega heima, þetta heima sem ómar einhvers staðar djúpt í sálinni en við gleymum oftast í erli hversdagsins. Heima sem er máski við fyrstu sýn rómantískt, útópískt og íhaldssamt en um leið túlkað í gegnum tónlist sem brýtur flesta múra tónlistarstefna og nýjabrumið nýtist vel til þess að hjálpa okkur við að endurheimta brot af þessari veröld sem við gætum þó verið að glata. Þetta er þjóðararfurinn á opnu svæði, veggirnir hafa verið brotnir, þeir eru núna okkar allra.

Þetta er bernsk tónlist, jafn flókin og blæbrigðarík og hún er. Börn eru áberandi í öllu myndefni hljómsveitarinnar enda er heima afskaplega bernsk hugmynd. Við skildum þetta miklu betur þá. En tónlistin er í raun öfugsnúnar ferðabókmenntir, ferðin heim. Hljómsveitin grefur upp sveitalistamenn sem búa til steinspil og rímnamenn sem við hin höfum gleymt, hún finnur þessa fortíð sem við erum óðum að týna. Því heima er ekki einhver föst stærð, það er ekki sjálfgefið að það séu æskustöðvarnar eða staðurinn sem þú býrð á – þú þarft að velja þér þitt heima og berjast svo fyrir því og skapa það. Heima er of dýrmætt til þess að pólitíkusar eigi að hafa forræði yfir því.

Jafnmögnuð og myndin er á hún þó skæðan keppinaut, einn magnaðasti eiginleika tónlistar Sigur Rósar er nefnilega allar myndirnar sem hún kallar fram í hugann. Heima nýtir þetta þó vel, hún kallast á við myndirnar í hausnum á manni frekar en að keppa við þær. Hún á í raun engan rétt á því að virka almennilega sem bíómynd en það kemur ekki í veg fyrir að hún þrælvirkar.

Síðan gekk ég út úr bíóinu og hitti fyrir Bandaríkjamann sem hafði yfirgefið Ameríku daginn sem Bush var endurkjörinn. Hann bauð mig velkominn heim.
———————
Þessi pistill birtist fyrst í öðru tölublaði Kjallarans. Og þetta eru vissulega ekki einu orðin sem ég stel úr eigin listapistlum í þessu bíólistafylleríi …

3 Responses to “11. Heima”

 1. “En þetta er nýtt heima, ekki hið þjóðerniskennda heima sem hefur steypt þjóðum í styrjaldir og annan bjánaskap heldur það heima sem snýst um að rækta heimahagana.”

  Hvernig er þetta öðruvísi? Hefur nokkurn tíma verið nasjónalismi sem rak menn í stríð og aðra vitleysu, sem vísaði ekki til ræktunar heimahagana? Nú er ég ekki að segja að SR hvetji til stríðs - en hvað ef þeir gerðu það? Eða hvað ef einhver annar notaði þá til að hvetja til stríðs - eru þetta eðlisólík sentiment, heima-ismi SR og nasjónalismi grænmetishippans A.H.? Og hvernig eru þau þá eðlisólík?

  (mér dugar raunar alveg að á þeim sé stigsmunur)

 2. Ætli munurinn sé ekki aðallega að nasjónalismi geti verið inklúsívúr og hann geti líka verið útilokandi, og eins er lykilatriði hvert ábyrgðinni er varpað - ef eitthvað þarf að bæta tökum við það verkefni þá að okkur sem samfélag eða förum við að leita að blóraböggli, í öðrum samfélögum eða hjá þeim sem falla ekki að okkar eigin hugmyndum um eigið samfélag, t.d. hinum nýkomnu (en getur raunar líka átt við t.d. höfuðborgarbúa eða dreifara, einfaldlega hina)?

  En auðvitað getur Sigur Rós verið misnotuð - og hefur sjálfsagt verið misnotuð nú þegar rétt eins og það er búið að raðmisnota öll okkar þjóðskáld á 17. júní eða við önnur álíka tækifæri. Rétt eins og nasistar misnotuðu flesta þýska listamenn sem þeim fannst einhver fengur að. Þannig að ætli eitt helsta hlutverk gagnrýninnar menningarumfjöllunar ætti því ekki að vera að reyna eins og hægt er að koma í veg fyrir slíka misnotkun, hvort sem hún varðar þjóðernishyggju eða eitthvað annað.

 3. Allt satt og rétt.

  Hins vegar er tónlist og ímynd Sigur Rósar ekki pólitísk í þeim skilningi að hún ákveði um inklúsíft eða exklúsíft, eða öðru slíku - hún varpar einfaldlega gullnum bjarma á Ísland.

  Sem hver skilur svo með sínu nefi.

  Þannig er ekkert endilega nýtt við þjóðernisástina - hún er ekkert öðruvísi en þegar Jónas Hallgrímsson orti hana.

generic cialis 20mg pills erectionscialis best buycheapest price for generic viagracialis bestellencheap viagra without prescriptionviagra canadacheap levitra canadaordering cialis onlinegeneric viagra gel tabcialis 100mgcialis brandsovernite shipping viagra1 generic viagrabuy cheap generic viagra onlinebuy cheap viagra online ukovernight delivery of cialisBuy viagra San Francisco50mg generic viagra50 mg viagrabuy lady uk viagra
can i buy cialis without a prescriptionadvair 500 50 genericdoxyclinewithoutarxviagra ohne rezept aus ukerection pillssafe source to buy cialiswhere can i buy isotretinoincanada online pharmacy claravisdiscount prescription storedoxycycline hyclate dosageindia genericcialis online without prescriptionbuy medications onlineemsam price canadaare allicialis online pharmacy canadacozaar no prescription
viagra levitra increase pleasureseek natural herbal viagra productsantidepressants and viagrawhen will viagra be genaricviagra website officialviagra clipsjelly viagrason-line doctors viagramarijuana and viagrageneric viagra indiacheap cialis softcialis indian pharmacyhiv viagraviagra amsterdamtaking levitra and viagra togetherprescriptions men viagra rxtobuy
viagra 50 mg quick dissolvekamagra viagra ukratings or rankings tadalafil generic viagraviagra lengthdoes viagra lower blood pressurevigra vs cialiscialis sside effectswomen viagraviagra generic oregonchristine rudakewycz theatrical viagraherbal equivalent to viagraviagra banned adscollege website and hacked and viagrawill vicadin and viagra mixcialis generic priceviagra uterine thickness
canadian cialis reviewscanadian pharmacy levitraglaxo cialis buyed drugs no prescriptionzoloft onlineno presciption drug storetetrecycline for dogs canadacialis us mfgcanadian clinic andbuy cialis super online no prescriptionviagra mail order canadaperiactin pills online without a rxviagra for ladiesviagra billed and shipped from u sorder an asthma inhalerpost cycle therapy supplementskamagra oral jelly cvs
xenical diet pillcialis with out pxsubstitute for doxycyclinewant to buy cialis online cheapdonde comprar venaglaxineeffexor canada priceonline pharmacy priloseccanada pharmacy 24no prescription cialisuk drugscanadianhealthcaremall netviagra overnight delivery serviceswhere can i get some viagracialis on linebuy cialis 20 mg tabletlowest price canada viagrasynthroid weight gain24 hour delivery viagra from canada